Mótamál

Valur Íslandsmeistari 2017

Ekkert lið getur náð Val að stigum

19.9.2017

Valur er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu en ekkert lið getur náð Val að stigum þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Valur er með 44 stig eða 9 stiga forskot í deildinni en Stjarnan kemur næst með 35 stig og þá FH með 34 stig. 

Valur vann 4-1 sigur á Fjölni í 20. umferð sem tryggði Hlíðarendapiltum titilinn. Valur varð seinast Íslandsmeistari árið 2007. 

Baráttan framundan í Pepsi-deildinni er engu að síður mikil en hart er barist um Evrópusæti og svo er fallslagurinn gríðarlega spennandi. 

Smelltu hérna til að sjá stöðuna í Pepsi-deild karla.

Til hamingju með titilinn Valur!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög