Mótamál

Pepsi deild karla - Fjölnir mætir FH í dag

Leikinn á Extra vellinum klukkan 16:30

21.9.2017

Einn leikur er í Pepsi deild karla í dag, en um er að ræða viðureign sem var frestað í 15. umferð. 

Fjölnir taka á móti FH á Extra vellinum í Grafarvogi og hefst leikurinn klukkan 16:30. 

Heimamenn geta fellt ÍA með því að næla í eitt stig úr leiknum, en Fjölnir er einnig í mikilli fallbaráttu og þurfa nauðsynlega á stigum að halda. 

FH getur hins vegar komist í annað sætið með sigri og því er um að ræða mjög mikilvægan leik fyrir bæði lið. 

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög