Mótamál

Inkasso - Síðasta umferð deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september

Allir leikir hefjast klukkan 14:00

22.9.2017

Síðasta umferð Inkasso-deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. 

Ljóst er að Keflavík og Fylkir fara upp í Pepsi deildina og Grótta og Leiknir F. falla í 2. deild. Það er þó enn óráðið hvort Fylkir eða Keflavík vinna titilinn. 

Leikirnir eru: 

Selfoss – Haukar á JÁVERK-vellinum 

Leiknir R. – Grótta á Leiknisvelli 

HK – Keflavík í Kórnum 

Fylkir – ÍR á Floridana vellinum 

Leiknir F. – Þór í Fjarðabyggðarhöllinni 

Fram – Þróttur R. á Laugardalsvelli 

Keflavík mætir HK í Kórnum og getur með sigri tryggt sér titilinn. HK hafa hins vegar verið á gríðarlegri siglingu undanfarið og hafa unnið fjóra leiki í röð. Fyrri leikur liðanna endaði 3-1 fyrir Keflavík. 

Fylkir mætir ÍR í Árbænum og sigur þar gæti tryggt þeim titilinn ef Keflavík nær ekki sigri gegn HK. Jafntefli myndi einnig duga þeim til þess svo lengi sem Keflavík tapi sínum leik. ÍR er á meðan í 10. sæti og ljóst er að liðið endar tímabilið þar. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Fylki. 

Fram og Þróttur R. mætast á Laugardalsvelli. Með sigri mun Fram halda áttunda sætinu á meðan Þróttur R. gæti fallið niður í það fjórða ef þeim tekst ekki að vinna. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Þrótt R. 

Selfoss og Haukar mætast á JÁVERK-vellinum, en heimamenn gætu farið yfir Fram og í áttunda sætið með sigri. Haukar eru á sama tíma í sjötta sæti og gætu mögulega endað daginn í því sjöunda. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Hauka. 

Leiknir R. og Grótta mætast á Leiknisvelli og munu Leiknismenn halda fimmta sætinu með sigri. Grótta er á sama tíma í neðsta sæti deildarinnar en gætu komist í 11. sæti með sigri. Fyrri leikur liðanna endaði 3-1 fyrir Leikni R. 

Leiknir F. og Þór mætast í Fjarðabyggðahöllinni. Heimamenn eru fallnir og sitja í 11. sæti á meðan Þór er í sjöunda sæti en gætu þó endað tímabilið í fimmta sæti. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Þór.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan