Mótamál

Pepsi deild kvenna - Þór/KA getur tryggt sér titilinn

Leikið á föstudag og laugardag

22.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar kvenna er leikin föstudaginn 22. september og laugardaginn 23. september. 

Þór/KA getur þar tryggt sér titilinn með sigri í sínum leik, eða ef Breiðablik vinnur ekki Stjörnuna.

Leikir umferðarinnar eru: 

Föstudagurinn 22. september 

ÍBV – Fylkir á Hásteinsvelli klukkan 16:00 

Laugardagurinn 23. september 

FH – Valur á Kaplakrikavelli klukkan 14:00 

Stjarnan – Breiðablik á Samsung vellinum klukkan 14:00 

Grindavík – Þór/KA á Grindavíkurvelli klukkan 14:00 

KR – Haukar á Alvogenvellinum klukkan 16:00 

ÍBV og Fylkir mætast í Vestmannaeyjum, en ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar með 31 stig á meðan Fylkir eru í næstsíðasta sæti og eru nú þegar fallnar. Fyrri leikur liðanna endaði 5-0 fyrir ÍBV. 

Þór /KA geta tryggt sér titilinn með sigri í Grindavík, eða ef Breiðablik tekst ekki að vinna á Samsung vellinum. Grindavík er í 8. sæti og geta mögulega komist yfir KR með sigri. Fyrri leikur liðanna endaði 5-0 fyrir Þór/KA. 

Stjarnan og Breiðablik mætast í stórleik á Samsung vellinum. Breiðablik er í 2. sæti og er eina liðið sem getur enn náð Þór/KA að stigum. Stjarnan er á sama tíma í 5. sæti og gæti færst nær liðunum fyrir ofan sig með sigri. Fyrri leikur liðanna endaði 1-0 fyrir Breiðablik. 

FH og Valur mætast í Kaplakrika en Valur getur komist í 2. sætið með sigri skyldi Breiðablik tapa stigum í Garðabænum. FH er á sama tíma í 6. sæti. Fyrri leikur liðanna endaði 4-0 fyrir Val. 

KR og Haukar mætast í síðasta leik dagsins. Haukar eru nú þegar fallnar á meðan KR tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á Fylki í síðustu umferð. Fyrri leikur liðanna endaði 2-0 fyrir KR.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan