Mótamál

Pepsi deild karla - Næstsíðasta umferðin fer fram í dag

Víkingur Ólafsvík gæti fallið í dag

24.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram sunnudaginn 24. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. 

ÍA er nú þegar fallið og gætu Víkingur Ólafsvík fylgt þeim niður ef önnur úrslit verða þeim óhagstæð. 

Leikirnir eru: 

Víkingur R. – ÍA á Víkingsvelli 

KA – Grindavík á Akureyrarvelli 

Víkingur Ó. – FH á Ólafsvíkurvelli 

Fjölnir – KR á Extra vellinum 

Stjarnan – Valur á Samsung vellinum 

Breiðablik – ÍBV á Kópavogsvelli 

Víkingur R. og ÍA mætast í Víkinni, en heimamenn hafa tryggt sæti sitt í deildinni á meðan ÍA er nú þegar fallið. Víkingur á ennþá möguleika á því að komast hærra í töflunni, en á sama tíma gætu Breiðablik og Fjölnir farið uppfyrir þá í lok dags. Fyrri leikur liðanna endaði 1-1. 

KA og Grindavík mætast á Akureyri í leik tveggja liða sem hafa upp á lítið að spila. Grindavík á ennþá tölfræðilegan möguleika að ná FH að stigum, en markatalan er mjög óhagstæð. KA hvorki fellur né getur komist í Evrópusæti. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Grindavík. 

Víkingur Ó. og FH mætast í Ólafsvík í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Ef Víking Ó. tekst ekki að vinna FH gæti liðið verið fallið í lok dags. FH er á sama tíma með fjögurra stiga forskot á KR og mun tryggja sér sæti í Evrópu að ári með sigri hér. Fyrri leikur liðanna endaði 2-0 fyrir Víking Ó. 

Fjölnir og KR mætast í Grafarvogi. Fjölnir vann frábæran sigur á FH á fimmtudaginn og geta gulltryggt sætið sitt í Pepsi deildinni með sigri hér. KR er fjórum stigum á eftir FH og á því enn möguleika á því að næla sér í Evrópusæti. Fyrri leikur liðanna endaði 2-0 fyrir KR. 

Stjarnan og Valur mætast í Garðabænum, en Valsmenn eru að sjálfsögðu orðnir meistarar. Stjarnan er hins vegar í öðru sæti, aðeins stigi á undan FH og fimm á undan KR. Sigur hér mun gulltryggja Evrópusæti. Fyrri leikur liðanna endaði 1-1. 

Breiðablik og ÍBV mætast í Kópavoginum en bæði lið eiga enn möguleika á því að falla í Inkasso-deildina. Breiðablik er aðeins fjórum stigum á undan Víking Ó., með 24 stig, á meðan ÍBV er tveimur stigum á undan Víking Ó., með 22 stig. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Fyrri leikur liðanna endaði 1-1.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög