Mótamál

Pepsi karla - Síðasta umferðin fer fram í dag - Fellur Víkingur Ólafsvík eða ÍBV?

Allir leikir klukkan 14:00

30.9.2017

Síðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram í dag, laugardaginn 30. september, og fara allir leikirnir fram klukkan 14:00.

 Ljóst er hvaða lið keppa í Evrópukeppni að ári og því á aðeins eftir að koma í ljós hvaða lið fellur í Inkasso-deildina með ÍA. 

Leikirnir eru: 

ÍBV – KA á Hásteinsvelli 

FH – Breiðablik á Kaplakrikavelli 

Grindavík – Fjölnir á Grindavíkurvelli 

Valur – Víkingur R. á Valsvelli 

KR – Stjarnan á Alvogenvellinum 

ÍA – Víkingur Ó. á Norðurálsvellinum 

ÍBV og KA mætast í Vestmannaeyjum, en ÍBV tryggir sæti sitt í Pepsi deildinni með sigri. Jafntefli mun ekki nægja þeim takist Víking Ó. að vinna ÍA. KA gæti hins vegar komist upp í fjórða sæti með sigri. Fyrri leikur liðanna endaði 6-3 fyrir KA. 

ÍA og Víkingur Ó. mætast á Akranesi og verður Víkingur að vinna til að eiga möguleika á því að halda sæti sínu í Pepsi deildinni. Á sama tíma verða þeir að vonast eftir því að ÍBV vinni ekki sinn leik. ÍA situr á botni deildarinnar. Fyrri leikur liðanna endaði 1-0 fyrir Víking Ó.

FH og Breiðablik mætast í Kaplakrika. Blikar tryggðu sæti sitt í deildinni í síðustu umferð með 3-2 sigri á ÍBV. FH gæti ennþá náð öðru sætinu af Stjörnunni á meðan Blikar gætu komist alla leið í fimmta sætið. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir FH. 

Grindavík og Fjölnir mætast í Grindavík, en heimamenn sitja í sjötta sæti á meðan Fjölnir er í því níunda, en þeir tryggðu sæti sitt í deildinni í síðustu umferð. Fyrri leikur liðanna endaði 4-0 fyrir Fjölni. 

Valur og Víkingur R. mætast á Valsvelli þar sem Valsmenn fá titilinn afhentan, en liðið gæti endað með 50 stig vinni það leikinn. Víkingur R. situr í áttunda sæti, en gæti endað daginn í því fimmta með sigri. Fyrri leikur liðanna endaði 1-0 fyrir Val. 

KR og Stjarnan mætast í Vesturbænum. KR er í fjórða sæti á meðan Stjarnan er í öðru. Ef Stjörnunni tekst ekki að vinna leikinn gætu FH skotist upp fyrir þá í annað sætið. KR gæti hins vegar endað daginn í því fimmta. Fyrri leikur liðanna endaði 2-0 fyrir Stjörnunni.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan