Mótamál

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna

Bæði spila með Stjörnunni

30.9.2017

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson, bæði úr Stjörnunni, hafa verið valin efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna. 

Agla María lék 17 af 18 leikjum Stjörnunnar í Pepsi deildinni og skoraði hún í þeim sex mörk. Hún er ekki 18 ára gömul, en þrátt fyrir það lék hún með Íslandi á EM í Hollandi í sumar og stóð sig með prýði. 

Alex Þór Hauksson skaust fram á sjónvarsviðið á þessu tímabili og lék 19 leiki, flesta þeirra í byrjunarliði liðsins á miðjunni. Líkt og Agla er hann aðeins 18 ára gamall og er hann í úrtakshóp U19 liðs karla sem undirbýr sig fyrir undankeppni EM 2018. 

Til hamingju Agla og Alex!

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög