Mótamál

Pepsi deild karla - Andri Rúnar Bjarnason valinn bestur og markakóngur

Jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar

30.9.2017

Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2017, en það eru leikmenn sjálfir sem velja. 

Andri Rúnar var lykilmaður í leik Grindavíkur í sumar, sem komu gríðarlega á óvart með frammistöðu sinni. 

Jafnframt var hann markahæsti leikmaður deildarinnar og jafnaði markametið sem er 19 mörk. 

Andri Rúnar fékk afhent Icelandairhornið eftir leik Grindavíkur og Fjölnis, ásamt því að fá eignaskjöld og ferðavinning frá Icelandair.

Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan