Mótamál

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan í 16 liða úrslit!

Frábær 4-0 sigur í Rússlandi gegn Rossiyanka

11.10.2017

Stjarnan er komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar kvenna, en liðið vann í dag Rossiyanka 4-0 í seinni leik liðanna. Leikið var í Rússlandi.

Stjarnan var sterkari aðilinn allan leikinn og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir fyrsta mark liðsins í lok fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var svo algjörlega eign Garðbæinga, en liðið skoraði þar þrjú mörk. Katrín Ásbjörnsdóttir bætti við tveimur mörkum ásamt því að Rossiyanka skoraði sjálfsmark.

Frábær 4-0 sigur staðreynd í Rússlandi og verður Stjarnan í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin á mánudaginn næstkomandi, 16. október. 

Fyrri leikir 16 liða úrslitanna fara fram 8.-9. nóvember og þeir síðari 15.-16. nóvember.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög