Mótamál

Miðasölubrask

9.10.2017

Vegna auglýsinga sem birst hafa víðsvegar á veraldarvefnum, þar sem boðnir eru til sölu miðar á Ísland Kosóvó, vill KSÍ beina athygli að skilmálum miðakaupa hjá miði.is. 

Eftirfarandi kemur fram í grein 4: 

„Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur Miði.is sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.“ 

Af þeim ástæðum vill KSÍ vara fólk við að kaupa miða af óviðurkenndum söluaðilum en þeir miðar eiga í hættu á verða ógildir. 

Enn fremur vill KSÍ óska eftir því við viðkomandi söluaðila að fjarlægja slíkar auglýsingar tafarlaust.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög