Mótamál
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2018

Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi 20. nóvember

6.11.2017

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2018 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember. 

Heimild til þátttöku 

Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2017 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2018 hafa heimild til að senda lið til keppni. 

Þátttökugjöld 

Ekki verða innheimt þátttökugjöld í Lengjubikarnum 2018. 

Keppnisfyrirkomulag 

Verið er að skoða að fækka liðum í A deild karla sem vinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni mótsins svo hægt verði að ljúka mótinu fyrr. Einnig má búast við því að B og C deild karla hefjist fyrr en venjulega. Að öðru leiti verður leikið með sama fyrirkomulagi og í mótinu 2017. Drög að leikdögum mótanna hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2018.

Leikstaðir 

Leikir Lengjubikarsins fara að mestu fram á heimavöllum félaga sem félögin sjálf leggja til og ekki er innheimt vallarleiga fyrir. Einnig verður leikið á öðrum völlum eftir þörfum. Reynt verður að hafa keppni í B- og C-deild svæðaskipta.

Utanferðir félaga og aðrir viðburðir 

Mjög mikilvægt er að tilkynna mótanefnd um þá daga sem félagið getur ekki leikið vegna æfingaferða eða annarra viðburða. Ekki er hægt að ganga að því vísu að gerðar verði færslur á leikjum í úrslitakeppnum vegna æfingaferða félaga.

EyðublaðMótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög