Mótamál

Meistaradeild kvenna - 1-2 tap hjá Stjörnunni gegn Slavia Prag

Liðin mætast aftur ytra eftir viku

8.11.2017

Stjarnan tapaði í dag 1-2 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Leikurinn fór fram á Samsung vellinum.

Tékkneska liðið hóf leikinn betur og voru fljótar að skapa sér færi, en á sama tíma var Stjarnan nokkuð lengi í gang. Þegar Stjarnan komst inn í leikinn þegar líða tók á fyrri hálfleik tókst þeim að skapa sér fín færi, en inn vildi boltinn ekki.

Stjarnan kom svo mjög sterkt út í seinni hálfleikinn, þær sköpuðu sér færi og úr einu slíku tókst Láru Kristínu Pedersen að koma boltanum í markið og jafna metin.

Slavia Prag var hins vegar ekki lengi að ná forystunni aftur, en aðeins tveimur mínútum síðar skoruðu þær af vítapunktinum.

Þrátt fyrir góða baráttu Garðbæinga tókst þeim ekki að jafna metin og 1-2 tap staðreynd. Þeirra bíður því erfið ferð til Tékklands eftir viku, en liðin mætast aftur á fimmtudaginn næstkomandi, 16. nóvember.
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan