Mótamál

Keppni hafin í Futsal - Tveir riðlar fóru fram um helgina

13.11.2017

Keppni hófst um helgina í Futsal, íslandsmóti innanhús, þegar keppni í tveimur riðlum í flokki karla fór fram. 

Í riðli A eru Selfoss, Sindri, Mídas og Stálúlfur. Fyrri umferðin fór fram á sunnudaginn síðastliðinn á Selfossi.

Eftir fyrri umferðina er Selfoss efst með níu stig, Stálúlfur svo með sex, Sindri með þrjú og Mídas á botninum án stiga. Síðari umferðin fer fram laugardaginn 2. desember. Stöðu riðilsins og næstu leiki má sjá hér fyrir neðan:

Staðan í riðli A

Í riðli D eru Snæfell/UDN, Vængir Júpíters, Kóngarnir og Elliði. Eftir fyrri umferðina í þeim riðli eru Snæfell/UDN og Vængir Júpíters á toppnum með 7 stig, Kóngarnir hafa 3 stig og Elliði er án stiga. 

Seinni umferð riðilsins fer fram sunnudaginn 10. desember. Stöðu riðilsins og næstu leiki má sjá hér fyrir neðan: 

Staðan í riðli D

Riðill B hefst laugardaginn 25. nóvember og má sjá meira um hann hér

Riðill C hefst laugardaginn 18. nóvember og má sjá meira um hann hér

Í meistaraflokki kvenna hefjast báðir riðlarnir um næstu helgi, eða sunnudaginn 19. nóvember. Meira má sjá um þá hér að neðan:

Riðill A

Riðill B

Þess má geta að Selfoss er ríkjandi Íslandsmeistari innanhús í karlaflokki og Álftanes í kvennaflokki.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög