Mótamál

Meistaradeild kvenna - Stjarnan úr leik eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag

16.11.2017

Stjarnan er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag, en leikið var ytra.

Garðbæingar töpuðu fyrri leik liðanna 1-2 á Samsung vellinum og þurftu því að skora tvö mörk í dag til að eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit.

Nóg var um færi í leiknum og sóttu bæði liðin mikið þrátt fyrir markaleysið. Slavia Prag átti 19 marktilraunir en Stjarnan 16. 

Þrátt fyrir að vera úr leik getur Stjarnan verið stolt af árangri sínum í keppninni, enda fyrsta íslenska liðið sem kemst í 16 liða úrslit.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög