Mótamál

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ 25. nóvember

Fer fram laugardaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00 í höfuðstöðvum KSÍ 

15.11.2017

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ.

Tölvupóstur hefur verið sendur á forráðamenn félaga þar sem óskað er eftir að þeir skrái sig á fundinn í síðasta lagi, fimmtuaginn 23. nóvember.

Dagskrá:

13:00                  Fundur settur – Guðni Bergsson, formaður KSÍ

13:05                  Laugardalsvöllur – Guðni Bergsson, formaður KSÍ

13:30                  Niðurstöður starfshóps um lagabreytingar – Gísli Gíslason, formaður                                               starfshópsins

14:00                  Reglugerðarbreytingar –  Gísli Gíslason, formaður laga-og leikreglnanefndar

14:15                  Knattspyrnumótin – Birkir Sveinsson

                            -  Tímabilið 2017

                            -  Tímabilið 2018       

14:45                  Yfirmaður knattspyrnumála - Guðni Bergsson, formaður KSÍ

15:00                  Önnur mál 


Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan