Mótamál

Félagaskipti í Pepsi-deild kvenna í FIFA TMS

Breyting þessi tekur gildi þann 1. janúar 2018.

15.11.2017

Þann 31. október síðastliðinn tilkynnti Alþjóða Knattspyrnusambandið FIFA að félagaskiptakerfi þeirra FIFA ITMS (FIFA International Transfer Matching System) skyldi notað fyrir félagaskipti kvenna á milli landa. Þá er átt við félagaskipti þeirra leikmanna sem fara á leikmannssamninga. 

FIFA ITMS kerfið hefur nú verið notað fyrir milli landa félagaskipti karla um nokkurt skeið og munu félagaskipti kvenna leikmanna nú einnig vera framkvæmd með sama hætti. Breyting þessi tekur gildi þann 1. janúar 2018.

Séu fulltrúar einhverra félaga í Pepsi-deild kvenna ekki vel kunnugir félagaskiptakerfi FIFA TMS eru viðkomandi hvattir til að hafa samband við Hauk Hinriksson (haukur@ksi.is) eða Þorvald Ingimundarson (thorvaldur@ksi.is). Munu Haukur eða Þorvaldur geta veitt viðeigandi fulltrúm í Pepsi-deild kvenna kennslu á ITMS kerfið. 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög