Mótamál

HM 2018 - Gary Lineker og Maria Komandnaya sjá um dráttinn í lokakeppnina

Drátturinn fer fram föstudaginn 1. desember

17.11.2017

FIFA hefur tilkynnt að Gary Lineker og Maria Komandnaya muni sjá um dráttinn í lokakeppni HM 2018. Drátturinn fer fram föstudaginn 1. desember í Moskvu og hefst klukkan 15:00. 

Gary Lineker vann gullskó Adidas í Mexíkó 1986 og er markahæsti leikmaður Englands í lokakeppni HM frá upphafi, með 10 mörk. Lineker var einnig hluti liðs Englands sem fór alla leið í undanúrslitin á HM á Ítalíu 1990, en þar tapaði liðið fyrir Vestur-Þjóðverjum. Í dag er hann þekktastur fyrir að vera kynnir "Match of the Day" á BBC.

,,Ég var svo heppinn að taka þátt í lokakeppni HM tvisvar sem leikmaður. Það er mjög sérstakt að vera partur af enn einni keppninni, núna á sviðinu að kynna úrslit dráttsins. Ég hef verið hinum megin við borðið, að bíða eftir því hverjir mótherjar okkar verða og ég veit hversu spennandi viðburður þetta er," sagði Lineker.

Maria Komandnaya er einn þekktasti íþróttablaðamaður í Rússlandi og hefur yfir áratugs reynslu af fjölda fjölmiðla, hvort sem það er í útvarpi eða sjónvarpi. Þar má helst nefna FOX Sports, Match TV og Moscow FM. 

,,Drátturinn er ótrúlegur tími. Milljónir aðdáenda halda í sér andanum og vonast eftir því að draumar þeirra rætist. Hann er augnablikið sem markar upphaf Heimsmeistaramótsins. Ég vil sýna fólki hversu fallegt landið mitt er og hversu spennt við erum fyrir því að halda mótið," sagði Komandnaya.

Þeim til aðstoðar verða átta einstaklingar, en einn af þeim er fyrrum stórstjarna Rússlands, Nikita Simonyan. Á næstu dögum verða hinir sjö kynntir til leiks.

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög