Mótamál

Vel sóttur fundur formanna- og framkvæmdastjóra

Árlegur fundur formanna- og framkvæmdastjóra

25.11.2017

Í dag fór fram hinn árlegi fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ og fór hann fram í höfuðstöðvum KSÍ. 

Á fundinum fór formaður KSÍ, Guðni Bergson, m.a. yfir málefni Laugardalsvallar og stöðu yfirmanns knattspyrnumála. Þá fór Gísli Gíslason yfir niðurstöður starfshóps um breytingar á lögum KSÍ en Gísli var formaður þess starfshóps. Ennfremur fór Gísli yfir reglugerðarbreytingar og mótastjóri KSÍ, Birkir Sveinsson, fór yfir keppnistímabilið 2017 og ræddi um keppnistímabilið sem framundan er árið 2018.  

Að þessu sinni var ekki dregið í töfluröð landsdeilda, eins og undanfarin ár, á þessum fundi heldur mun mótanefnd birta drög að niðurröðun síðar.

Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan