Mótamál

Þátttökutilkynning í mót sumarsins send aðildarfélögum

Síðasti skiladagur föstudaginn 19. janúar

2.1.2018

KSÍ hefur sent aðildarfélögum gögn er varða þátttöku í mótum sumarsins 2018, en síðasti skiladagur á þátttökutilkynningu er föstudagurinn 19. janúar. 

Vinsamlegast athugið að félögum ber að senda KSÍ undirritað eintak af þátttökutilkynningunni fyrir 20. janúar á netfangið birkir@ksi.is. Einnig má senda hana í almennum pósti. 

Vakin er athygli á því að öll ný félög sem hefja keppni í meistaraflokki 2018 (deild og/eða bikar) og félög sem ekki hafa tekið þátt í keppni meistaraflokks síðustu þrjú keppnistímabil, ber að leggja fram með þátttökutilkynningu þessari eftirfarandi viðbótargögn: 

-Staðfestingu frá ÍSÍ um stofnun félagsins (ný félög) 

-Staðfestingu aðalstjórnar félagsins um heimild til þátttöku 

-Staðfestingu viðkomandi vallaryfirvalda um heimild til afnota af leikvelli 

-Leikmannalista - Lágmark 25 leikmenn

 

Þáttökutilkynning 2018

Bréf með þáttökutilkynningu
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan