Mótamál
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka hefst um helgina

Meistaraflokkur karla á laugardag og meistaraflokkur kvenna á sunnudag

5.1.2018

Reykjavíkurmót meistarflokks karla og kvenna hefjast um helgina með þremur leikjum. Opnunarleikur meistaraflokks karla er Fjölnir - Valur og hefst hann klukkan 15:15 á laugardaginn. Hjá meistaraflokki kvenna mætast á sunnudaginn ÍR og Fylkir og hefst sá leikur klukkan 16:15. Allir leikir mótsins fara fram í Egilshöll.

Núverandi Reykjavíkurmeistarar í báðum flokkum er Valur. 

Laugardagur - meistaraflokkur karla: 

Fjölnir - Valur klukkan 15:15 

Fylkir - Fram klukkan 17:15 

Sunnudagur - meistaraflokkur kvenna: 

ÍR - Fylkir klukkan 16:15
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög