Mótamál

Leikið til úrslita í Íslandsmóti innanhús í dag í Laugardalshöll

7.1.2018

Leikið er til úrslita í Íslandsmóti innanhús í dag í meistaraflokki karla og kvenna, en undanúrslitin fóru fram í gær. Í kvennaflokki mætast Breiðablik/Augnablik og Álftanes á meðan Augnablik og Vængir Júpíters mætast í karlaflokki. 

Báðir úrslitaleikirnir fara fram í dag, sunnudag, í Laugardalshöllinni. 

Klukkan 12:15 mætast Breiðablik/Augnablik og Álftanes í meistaraflokki kvenna. 

Klukkan 14:00 mætast síðan Augnablik og Vængir Júpíters í meistaraflokki karla. 

Álftanes getur varið tiil sinn kvennamegin, en ljóst er að nýir íslandsmeistarar verða krýndir karlamegin, en Selfoss eru ríkjandi meistarar. 

Í undanúrslitum meistaraflokks kvenna vann Breiðablik/Augnablik 14-0 sigur á Sindra á meðan Álftanes vann 5-4 sigur á Selfossi. 

Í undanúrslitum meistaraflokks karla vann Augnablik 6-1 sigur á Selfossi og Vængir Júpíters unnu 5-2 sigur á Víking Ólafsvík.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög