Mótamál
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla á mánudaginn

Leikurinn hefst klukkan 20:00

2.2.2018

Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla mánudaginn 5. febrúar og hefst leikurinn klukkan 20:00. Hann fer fram í Egilshöll og verður sýndur beint á Sport TV.

Fylkir sló út KR í undanúrslitunum með 1-0 sigri, en það var Orri Sveinn Stefánsson sem skoraði mark Fylkis á 77. mínútu. Í hinum leiknum vann Fjölnir sannfærandi 5-0 sigur á Leikni R. og skoruðu þeir Ísak Óli Helgason, Ægir Jarl Jónasson og Hans Viktor Guðmundsson mörk Fjölnis, ásamt einu sjálfsmarki Leiknismanna.

Heiðursgestir leiksins verða tveir, Fjölnismaðurinn Jón Karl Ólafson formaður Fjölnis, og Ámundi Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

Athygli er vakin á því að ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma verður strax gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Frítt er inn á leikinn á mánudaginn og óhætt að hvetja knattspyrnuáhugafólks að fjölmenna í Egilshöllina og sjá Reykjavíkurmeistara krýnda.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög