Mótamál

Minnt á undanþáguákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti

Á ekki við þá leikmenn sem koma í gegnum félagaskiptakerfi FIFA TMS

9.2.2018

Vert er að minna á undanþáguákvæði í grein 3.5 í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, nú þegar Lengjubikarinn er að hefja göngu sína.  Greinin er svohljóðandi:

3.5. Leikmaður sem er handhafi keppnisleyfis sem gefið er út að loknu keppnistímabili og tekur gildi 21. febrúar hefur heimild til að taka þátt í héraðsmótum, Íslandsmóti innanhúss (Futsal) og deildarbikarkeppni KSÍ (Lengjubikarnum ) með nýja félaginu frá og með þeim degi er keppnisleyfið er gefið út.

Það skal áréttað að þetta á ekki við þá „professional“ leikmenn sem þurfa að hafa félagaskipti í gegnum félagaskiptakerfið FIFA TMS.  Ekki er hægt að hefja þeirra félagaskiptaferli fyrr en félagaskiptaglugginn opnar, þann 21. febrúar næstkomandi.  Fá þeir því ekki keppnisleyfi fyrr en í allra fyrsta lagi, 22. febrúar.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög