Mótamál
Landsbankadeildin

Guðmundur og Dóra María valin best

Lokahóf knattspyrnumanna fór fram um helgina

19.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fór fram nú um helgina á veitingastaðnum Broadway og var að vanda mikið um dýrðir.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góða frammistöðu á nýliðnu tímabili og fengu þau Guðmundur Steinarsson úr Keflavík og Dóra María Lárusdóttir úr Val, viðurkenningar sem bestu leikmennirnir.  Það eru leikmenn úr Landsbankadeildum karla og kvenna sem kjósa.

Efnilegustu leikmenn tímabilsins koma báðir úr Breiðablik en hjá konunum þótti Hlín Gunnlaugsdóttir efnilegust og Jóhann Berg Guðmundsson hjá körlunum.  Þá var Jóhannes Valgeirsson valinn besti dómarinn.

Markhæstu leikmenn deildanna voru einnig heiðraðir en Guðmundur Steinarsson var markahæstur hjá körlunum en Margrét Lára Viðarsdóttir hjá konunum.

Þá voru veittar viðurkenningar fyrir heiðarlega framkomu en Mastercard og KSÍ standa saman að valinu.  Veittar eru viðurkenningar til einstaklinga og félaga.  Hjá körlunum fékk lið Keflavíkur viðurkenningu og þá fékk Freyr Bjarnason úr FH viðurkenningu fyrir heiðarlega framkomu.  Hjá konunum var það Valur sem fékk viðurkenningu og María B. Ágústsdóttir úr KR var einnig heiðruð fyrir heiðarlega framkomu.
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan