Mótamál
UEFA

UEFA bannar Vuvuzelas lúðra

Bannið tekur þegar gildi

1.9.2010

 

UEFA hefur frá og með deginum í dag, bannað svokallaða „Vuvuzelas“ lúðra á öllum leikvöngum þar sem leikir á vegum UEFA fara fram.  Á þetta bæði við um landsleiki sem og leiki félagsliða í Evrópukeppnum.

UEFA telur að þessir lúðrar eigi ekki við þá knattspyrnumenningu sem er við lýði í Evrópu.  Er þar átt við söngva og hvatningarköll en hætta er á að slíkt láti í minni pokann fyrir þeim hávaða sem þessir lúðrar skapa.

UEFA tilkynnti þetta bann með bréfi til aðildarsambanda sinna í gær og tekur þetta bann gildi, strax.

UEFA bannar vuvuzelas lúðra
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög