Pistlar

Geir Þorsteinsson

Setningarræða formanns á 71. ársþingi KSÍ - 11.2.2017

Síðasta ár var sennilega það besta í sögu KSÍ innan sem utan vallar. Ógleymanlegar minningar eru margar um sigra og skemmtilegar stundir á vellinum og stuðningur áhorfenda var stórkostlegur. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnu er einstakur. Þið eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Lengi í minnum höfð - 3.2.2017

Þátttaka Íslands á EM 2016 verður lengi í minnum höfð. Árangur landsliðsins var umfram væntingar og vakti athygli um heim allan. Íslensku stuðningsmennirnir sem fjölmenntu til Frakklands gerðu sitt til að gera keppnina ógleymanlega og víkingaklappið vakti enn frekar athygli á íslenska liðinu. Á Íslandi snerist mest allt um fótbolta og gleðin yfir árangri liðsins var ósvikin hjá þjóðinni.

Lesa meira
 

35 ár frá fyrsta landsleiknum - 26.8.2016

Leikurinn gegn Skotum er merkilegur, ekki bara fyrir þær sakir að Ísland getur þar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM, heldur líka að þann 20. september eru nákvæmlega 35 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik.

Lesa meira
 

Velkomin til leiks - 25.4.2016

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi, 1. maí, í 105. sinn frá því fyrsta mótið fór fram 1912. Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem rúmlega 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Sífellt sótt fram - 8.2.2016

Loksins er Ísland á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM karla í knattspyrnu. Það var stór stund þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Laugardalsvelli 6. september síðastliðinn.  Markalaust jafntefli Íslands og Kasakstan var staðreynd og íslenska landsliðið hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi.  Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram - 14.12.2015

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram.  Um það er ég sannfærður.  Landslið okkar af báðum kynjum og í öllum aldursflokkum halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri.  Félagsliðin halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni.  Það góða og mikla starf sem unnið hefur verið í aðildarfélögum KSÍ, vöxtur þjálfaramenntunar í yngri flokkum, og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á knattspyrnumannvirkjum með stuðningi sveitarfélaga, á stóran þátt í þessum árangri.  Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

EM – HM – Þjóðadeildin - 28.7.2015

A landslið karla leikur í haust síðustu 4 leikina í undankeppni EM eins og kunnugt er. Góður árangur í þessum leikjum getur tryggt liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi. Það yrði í fyrsta sinn sem A landslið karla næði slíkum árangri.  Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til Íslands - 23.6.2015

Kæru vinir.  Fyrir hönd KSÍ er það mér sönn ánægja að bjóða alla gesti hjartanlega velkomin til okkar lands til að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 landsliðs kvenna.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 28.4.2015

Boltinn fer að rúlla á völlum landsins um næstu helgi þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í 104. skipti. Reyndar hefst bikarkeppni KSÍ 1. maí nk. Langur undirbúningur er að baki og þar hefur deildarbikarkeppni KSÍ skipað veigamikinn sess. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Mikil þróun með tilkomu leyfiskerfis KSÍ - 4.3.2015

Leyfiskerfi KSÍ var sett á laggirnar haustið 2002 og undirgengust íslensk félög leyfiskerfi KSÍ í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2003.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mikil þróun hefur átt sér stað í íslenskri knattspyrnu og ekki síður í umgjörð íslenskra knattspyrnufélaga

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Þakkir - 19.2.2015

Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. 

Lesa meira
 
Gísli Gíslason

Knattspyrnan og verkefni sem blasa við - 16.2.2015

Um nýliðna helgi var haldið ársþing KSÍ og á föstudag málþing um stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinnar.  Á þessum tveimur viðburðum var ýmislegt til umfjöllunar sem vekja má athygli á til viðbótar því sem fjölmiðlar mátu fréttnæmast. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014 - 6.2.2015

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli í heimi knattspyrnunnar. Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur í keppni skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Saga landsliðsins er saga leikmanna og þjálfara - 12.12.2014

Það var og er æðsti heiður hvers knattspyrnumanns að vera valinn til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í keppni, þar sem árangur næst ef leikmenn vinna saman og mynda sterka liðsheild.  Sigmundur Ó. Steinarsson hefur ritað sögu íslenska landsliðsins. Lesa meira
 
Gunnar Guðmannsson, Nunni

Kveðja frá KSÍ - 4.12.2014

Gunnar var einn af litríkustu knattspyrnumönnum landsins. Aðeins 17 ára 1948 var hann einn af þremur nýliðum sem hófu að leika með sterku og sigursælu liði KR, sem varð Íslandsmeistari 1948, 1949, 1950 og 1952 - og hann var fyrirliði meistaraliðs KR 1955.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Til hamingju Ísland! - 18.11.2014

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að stemmingin í kringum landsliðin, ekki síst A landslið karla, hefur aukist jafnt og þétt undanfarið og síðustu leikir á Laugardalsvelli hafa verið ógleymanlegir vegna þess hversu mikill og kröftugur stuðningur hefur verið frá áhorfendum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Landsliðin okkar - 17.9.2014

Það er svolítið sérstakt að finnast maður vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um góðan árangur landsliðanna okkar á síðustu árum.  Það er eitt að ná góðum árangri í einni undankeppni stórmóts, en það er enn meira afrek að endurtaka leikinn og viðhalda góðum árangri til lengri tíma. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Fyrirmyndir barnanna - 2.7.2014

Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 14.5.2014

Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Slíkt krefst skipulags og undirbúnings sem staðið hefur í allan vetur. Þetta er grunnurinn í starfsemi KSÍ og besti vitnisburðurinn um öflugt uppbyggingarstarf aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 
Helgi Daníelsson

Kveðja frá KSÍ - 13.5.2014

Á knattspyrnusviðinu var Helgi í essinu sínu þegar flestir áhorfendur voru að fylgjast með og lék hann við hvurn sinn fingur og söng. Helgi var maður augnabliksins - sannkallaður "Wembley-leikmaður" sem kunni best við sig þegar uppselt var! Hans stærsta stund á sviðinu í landsliðsbúningi Íslands var án efa er hann lék Ólympíuleik fyrir framan 27.000 áhorfendur á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 1959, þar sem Friðrik Danakonungur IX var meðal áhorfenda.

Lesa meira
 Pistlar
Aðildarfélög
Aðildarfélög