Pistlar
Ólafur Rafnsson

Kveðja til Ólafs Rafnssonar

Minningargrein frá formanni KSÍ

4.7.2013

Falli menn frá í blóma lífsins er það ávallt harmdauði, en hafi þeir starfað í þágu þjóðar er það einnig mikill missir alls samfélagsins. Það á að sönnu við um vin okkar Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ,  en missirinn er ekki eingöngu íslensks samfélags heldur alþjóðlegu íþróttahreyfingarinnar allrar.
Ólafur var öflugur málsvari íþrótta á Íslandi, það var honum í blóð borið enda sannur keppnismaður.  Hann var leiðtogi okkar og miðlaði málum þannig að sátt og samlyndi ríkti innan vébanda ÍSÍ. Hann fylgdist vel með framgangi landsliða Íslands í knattspyrnu og sýndi stuðning í verki þegar tækifæri gáfust og mætti á völlinn.

Ólafur var vel heima í málefnum knattspyrnunnar bæði innanlands og erlendis. Sýndi frumkvæði og lagði gott til mála. Þar kom sér vel þekking Ólafs, reynsla hans og innsæi á alþjóðavettvangi.

Knattspyrnuhreyfingin vottar fjölskyldu Ólafs, ættingjum, vinum og samstarfsfélögum dýpstu samúð. Ólafs verður sárt saknað en minning um góðan dreng lifir.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ
Pistlar
Aðildarfélög
Aðildarfélög