Um KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)

Helstu upplýsingar

Knattspyrnusamband ÍslandsHeimilisfang:

KSÍ, Laugardal, 104 Reykjavík (kort)

Sími: 510 2900

Fax: 568 9793

Tölvupóstur: ksi@ksi.is

Vefur: www.ksi.is 

Formaður: Guðni Bergsson

Framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz

Stofnað: 26. mars 1947

Aðild að FIFA: 1947

Aðild að UEFA: 1954

Aðalleikvangur: Laugardalsvöllur, Reykjavík

Iðkendur í knattspyrnu

ÍSÍ tekur árlega saman tölfræði yfir iðkendur hjá sérsamböndunum.  Skráðir iðkendur í knattspyrnu eru alls um 23.000 talsins og er um þriðjungur þeirra konur/stúlkur.  Af heildarfjölda skráðra iðkenda af báðum kynjum eru um 17.000 fimmtán ára eða yngri.

Í tölum ÍSÍ er þó ekki tekið tillit til þeirra fjölmörgu iðkenda sem leika í utandeildum, eða þeim sem leika t.d. hádegis- eða kvöldbolta með vinum og kunningjum, þ.e. unga jafnt sem aldna sem leika knattspyrnu eingöngu sér til skemmtunar og heilsubótar. Í tölum ÍSÍ er einungis um að ræða skráða iðkendur hjá íþróttafélögunum sem stunda knattspyrnu á vegum þeirra.  KSÍ áætlar því að alls iðki um 35 þúsund manns knattspyrnu að staðaldri.

Alls eru um 90 þúsund einstaklingar hér á landi skráðir íþróttaiðkendur, sem jafngildir því að rúm 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með félagi innan ÍSÍ.


Aðildarfélög
Aðildarfélög