Ársþing

KSÍ 60 ára

Þinggerð 61. ársþings KSÍ - 22.2.2007

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 61. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hótel Loftleiðum 10. febrúar síðastliðinn.  Sambandsaðilum er bent á að kynna sér vel þinggerðina Lesa meira
 
Fyrsti_fundur_stjornar_2007

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar KSÍ - 16.2.2007

Ný stjórn KSÍ hélt sinn fyrsta fund í dag á skrifstofu KSÍ.  Á fundinum var skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ.  Guðrún Inga Sívertsen verður nýr gjaldkeri KSÍ. 

Lesa meira
 
Eggert Magnússon á ársþingi KSÍ árið 2007 þar sem hann var kjörinn heiðursformaður

Eggert kjörinn heiðursformaður KSÍ - 12.2.2007

Á ársþingi KSÍ var Eggert Magnússon kjörinn heiðursformaður sambandsins. Heiðursformaður á rétt til setu og hefur málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ.  Heiðursformenn KSÍ eru nú 2, þeir Eggert Magnússon og Ellert B Schram. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon á ársþingi KSÍ 2007

Geir Þorsteinsson 8. formaður KSÍ - 10.2.2007

61. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Loftleiðum í dag.  Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ og er sá áttundi sem að gegnir því embætti.  Eggert Magnússon lét af formennsku KSÍ eftir rúm 17 ár í formannsembætti.  Þrír nýir aðilar voru kjörnir í stjórn KSÍ. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ

Ávarp formanns á 61. ársþingi KSÍ - 10.2.2007

Eggert Magnússon ávarpaði 61. ársþing KSÍ í morgun, í síðasta sinn sem formaður KSÍ.  Eggert fór m.a. yfir þær breytingar sem orðið hafa í starfinu og stöðu mála í knattspyrnunni í dag. 

Lesa meira
 
Vefsíðan Fótbolti.net fékk viðurkenningu á ársþingi KSÍ árið 2007

Fotbolti.net hlýtur viðurkenningu - 10.2.2007

Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, afhenti forsvarsmönnum netmiðilsins fotbolta.net viðurkenningu fyrir þeirra framlag til knattspyrnunar á Íslandi.  Vefsíðan hefur fjallað myndarlega um íslenska knattspyrnu á undanförnum árum. Lesa meira
 
HK hlaut Drago styttuna í 1. deild karla fyrir árið 2006

Valur og HK fengu Drago-stytturnar - 10.2.2007

Valur fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Landsbankadeild karla 2006 og HK fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik. Lesa meira
 
Ásgeir Heimir Guðmundsson, Fjölni, tekur við kvennabikarnum fyrir árið 2006

Fjölnir hlaut kvennabikarinn 2006 - 10.2.2007

Fjölnir hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2006 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Ásgeir Heimir Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

61. Ársþing KSÍ hafið - 10.2.2007

61. ársþing KSÍ var sett, stundvíslega kl. 10:00, í morgun á Hótel Loftleiðum.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en meðal annars eru framundan kosningar um formann og stjórn sem og afgreiðsla tillagna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársþing KSÍ haldið á laugardag - 9.2.2007

Laugardaginn 10. febrúar, kl 10:00, verður 61. ársþing KSÍ sett á Hótel Loftleiðum.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála, hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2005

Þingfulltrúar á 61. ársþingi KSÍ - 5.2.2007

Laugardaginn 10. febrúar næstkomandi fer fram 61. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Alls hafa 123 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 116 fulltrúa. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 10. febrúar - 5.2.2007

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi.  Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ,  sjö framboð um fjögur sæti í aðalstjórn og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2006 birtur - 2.2.2007

Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2006.  Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 516,5 milljónir kr. og heildargjöld voru 417,2 milljónir kr. Hagnaður varð því 99,3 milljónir kr. 

Lesa meira
 Ársþing
Aðildarfélög
Aðildarfélög