Ársþing

Knattspyrnusamband Íslands

Fyrirlestrar frá ársþingi KSÍ - 15.2.2010

Á 64. ársþingi KSÍ sem haldið var síðastliðinn laugardag, voru á dagskrá fyrirlestrar sem vöktu töluverða athygli.  Þeirra á meðal voru fyrirlestrar sem Sveinbjörn Brandsson læknir hélt um heilsufarsskoðun knattspyrnumanna og Willum Þór Þórsson hélt erindi um þjálfun ungra knattspyrnumanna.

Lesa meira
 
Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson

Stytta til minningar um Albert Guðmundsson afhjúpuð - 13.2.2010

Í kvöld var afhjúpuð stytta til minningar um Albert Guðmundsson en styttan stendur fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.  Það var Albert Guðmundsson, langafabarn Alberts, sem afhjúpaði styttuna.  Við þetta tilefni flutti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stutta tölu og sagði meðal annars:

Lesa meira
 
Ný stjórn KSÍ eftir ársþingið 2010

64. ársþingi KSÍ lokið - 13.2.2010

Ársþingi KSÍ, því 64. í röðinni, var slitið laust eftir kl. 16:00.  Ragnhildur Skúladóttir kemur ný inn í stjórn KSÍ og tekur þar sæti Ingibjargar Hinrikdsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.  Þá tekur Tómas Þóroddsson sæti landshlutafulltrúa Suðurlands í stað Einars Friðþjófssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Nokkrar tillögur lágu fyrir 64. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Ávarp formanns KSÍ á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 64. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

ÍR og ÍA fengu jafnréttisverðlaun á ársþingi - 13.2.2010

Jafnréttisverðlaun voru nú veitt í annað skiptið á ársþingi KSÍ.  Að þessu sinni voru það ÍA og ÍR sem að fengu þessa viðurkenningu.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

RUV fékk viðurkenningu fyrir EM kvenna - 13.2.2010

Á 64. ársþingi KSÍ fékk Ríkissjónvarpið viðurkenningu fyrir umfjöllun sína og efnistök um úrslitakeppni EM kvenna sem fram fór í Finnlandi á síðasta ári.  Það var Kristín Harpa Hálfdánardóttir sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd RUV og tileinkaði hana minningu Hrafnkels Kristjánssonar.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Breiðablik fékk kvennabikarinn 2009 - 13.2.2010

Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2009 og var hann afhentur á 64. ársþingi KSÍ.   Blikar hafa staðið einkar vel að málum varðandi kvennaknattspyrnu og eru vel að kvennabikarnum komnir.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

KR og ÍA fengu Drago stytturnar - 13.2.2010

KR fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Pepsi-deild karla 2009 og ÍA fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

64. ársþing KSÍ hafið - 13.2.2010

Ársþing KSÍ, það 64. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna.

Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Þingfulltrúar á 64. ársþingi KSÍ - 10.2.2010

Laugardaginn 13. febrúar næstkomandi fer fram 64. ársþing KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls hafa 134 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 127 fulltrúa. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2009 birtur - 5.2.2010

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2009. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2009 námu 703 milljónum króna samanborið við 870 milljónir króna á árinu 2008. Lækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af lækkun á erlendum tekjum.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ árið 2009

Kosningar á ársþingi KSÍ 2010 - 2.2.2010

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2010 - 1.2.2010

Ársþing KSÍ, það 64. í röðinni, verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 13. febrúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00.

Lesa meira
 Ársþing
Aðildarfélög
Aðildarfélög