Ársþing

Ellert B. Schram og Hannes Þ. Sigurðsson

Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður - 11.2.2013

Á ársþingi KSÍ síðastliðinn laugardag var Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður fyrir sín störf innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hannes hefur komið víða við í hreyfingunni sem hefur fengið að njóta krafta hans á mörgum sviðum.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

67. ársþingi KSÍ lokið - 9.2.2013

Rétt í þessu var 67. ársþingi KSÍ að ljúka á Hilton Reykjavík Nordica. Þinginu lauk um kl. 15:30. Fréttir af afgreiðslu tillagna má sjá hér og aðrar fréttir af þinginu er hægt að finna hér.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára en hann var einn í framboði.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 67. ársþing KSÍ

Setningarræða formanns á 67. ársþingi KSÍ - 9.2.2013

Nú stendur yfir 67. ársþing KSÍ og fer það fram á Hótel Hilton Nordica. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið kl. 11:00 í morgun og hér að neðan má sjá setningarræðu Geirs Lesa meira
 
Verdlaun-UMFI

UMFÍ fékk viðurkenningu fyrir Grasrótarviðburð ársins - 9.2.2013

Ungmennafélag Íslands fékk Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir Grasrótarviðburð ársins. Viðurkenningin er fyrir knattspyrnumót á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Lesa meira
 
Torfi Magnússon tekur við Jafnréttisverðlaunum fyrir hönd FB

FB fékk Jafnréttisviðurkenningu KSÍ - 9.2.2013

Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á 67. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir. Í þetta skiptið var Fjölbrautarskólinn í Breiðholti heiðraður fyrir verkefnið "Unified football" sem byggir á liðsskipan fatlaðra og ófatlaðra.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fimm félög fengu viðurkenningu vegna uppbyggingu dómaramála - 9.2.2013

Fimm félög voru heiðruð á ársþingi KSÍ í dag fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu dómaramála. Þetta voru: FH, Fylkir, ÍA, Leiknir Fáskrúðsfirði og Sindri. Fengu þessi félög afhenta bolta sem og gjafabréf fyrir dómarabúnaði frá Henson.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2013

67. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna - 9.2.2013

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir tvær tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.

Lesa meira
 
Sigmundur Ó. Steinarsson

Sigmundur Ó. Steinarsson fékk viðurkenningu - 9.2.2013

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2012 hlýtur Sigmundur Ó. Steinarsson. Sigmundur er knattspyrnuáhugafólki vel kunnur, enda hefur hann fjallað um knattspyrnu í áratugi, lengst af sem blaðamaður á Morgunblaðinu og yfirmaður íþróttadeildar þar.

Lesa meira
 
ÍBV fyrir prúðustu framkomuna í Pepsi-deild kvenna

ÍBV fékk háttvísiverðlaun í Pepsi-deild kvenna - 9.2.2013

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á 67. ársþingi KSÍ og var það ÍBV sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.

Lesa meira
 
ÍA fékk Dragostyttuna

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar - 9.2.2013

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar á 67. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu HK og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þingfulltrúar á 67. ársþingi KSÍ - 6.2.2013

Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi fer fram 67. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica. Alls hafa 141 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 131 fulltrúa.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Ársþing 2013 - Þingið sett kl. 11:00 - 6.2.2013

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 9. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Öllum þingfulltrúum er boðið til sameiginlegs kvöldverðar og skemmtunar sem hefst kl. 19:30 á Reykjavík Hótel Natura

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2012 birtur - 1.2.2013

KSÍ birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2012. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2012 námu 842 milljónum króna samanborið við 777 milljónir króna á árinu 2011. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ ríflega 72 milljónir króna.  Þegar tillit er tekið til styrkja og framlaga til aðildarfélaga nam hagnaður ársins því um hálfri milljón króna.

Lesa meira
 Ársþing
Aðildarfélög
Aðildarfélög