Ársþing

70. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins

Þingið var sett á Hótel Hilton Nordica kl. 10:30

13.2.2016

Nú er nýhafið 70. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Nordica Reykjavík.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Aðrar fréttir af þinginu koma inn á síðuna undir "Um KSÍ" og "Ársþing".

7 Tillaga um breytingar á lögum KSÍ – Deildakeppni kvenna - Samþykkt
8 Tillaga til ályktunar – Leikmannaskiptingar í 3. deild -  Samþykkt
9 Tillaga til ályktunar – Hlutgengi leikmanna  - Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar
10 Tillaga til ályktunar – Eldri leikmenn í 3. flokki - Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar
11 Tillaga til ályktunar – Aga- og úrskurðarreglugerð -
12 Tillaga til ályktunar – Aga-og úrskurðarmál -
13

Tillaga til ályktunar – Áfrýjunardómstóll KSÍ -

Fjallað var um tillögur 11, 12 og 13 í heild.  Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar, tillögum 11, 12 og 13.
14 Tillaga til ályktunar – Knattspyrnuleikvangar - Samþykkt
15 Tillaga til ályktunar – Viðræður við leikmenn -
16

Tillaga til ályktunar – Viðræður við leikmenn -

Fjallað var um tillögur 15, 16 og 19 saman.  Samþykkt að vísa þessum þremur tillögum, 15, 16 og 19 til stjórnar KSÍ sem mun skipa starfshóp um málið.

17 Tillaga til ályktunar – Skráningargjald félagaskipta - Samþykkt
18 Tillaga til ályktunar – Viðurlög vegna viðræðna við leikmenn - Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar
19

Tillaga til ályktunar – Tímabundin félagskipti -

Fjallað var um tillögur 15, 16 og 19 saman.  Samþykkt að vísa þessum þremur tillögum, 15, 16 og 19 til stjórnar KSÍ sem mun skipa starfshóp um málið.
Ársþing
Aðildarfélög
Aðildarfélög