Starfsskýrsla dómara
.jpg?proc=9fddb527-3cd1-11e8-941b-005056bc0bdb)
Mikilvægt að dómarar haldi skrá um störf sín
Það er mikilvægt að dómarar haldi skrá um störf sín á ári hverju á þar til gerðri starfsskýrslu dómara. Skýrslunni þarf að skila til KSÍ á ári hverju. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnudómara er fjallað um virkni dómara og í reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini er fjallað um hverjir eru rétthafar skírteina.
Til að tryggja að réttur fjöldi starfa sé skráður á viðkomandi dómara er starfsskýrslan mikilvæg. Mikilvægast af öllu er þó að dómarar undirriti leikskýrslu í öllum þeim leikjum sem þeir dæma. Sé skýrslan skráð í gegnum aðgang félaga að gagnagrunni KSÍ skráist leikurinn sjálfkrafa á viðkomandi dómara, og þá er starfsskýrslan jafnvel óþörf.
Aðgönguskírteini KSÍ eru einungis gefin út gegn því að sýnt sé fram á að dómarinn hafi dæmt tilskilinn fjölda leikja. Starfsskýrslu dómara er að finna hér á vefnum, í eyðublaðasafni.