Laugardalsvöllur

Byggingarsaga
- 1957 - Fyrsti landsleikurinn leikinn á Laugardalsvelli 8. júlí gegn Norðmönnum.
- 1957 - Fyrsti deildarleikurinn leikinn á Laugardalsvelli 25. ágúst, ÍA gegn Fram.
- 1959 - Laugardalsvöllur vígður 17. júní. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, setti vígsluhátíðina.
- 1961 - Baldurshagi tekinn í notkun.
- 1965-1970 - Vesturstúkan stækkuð og yfirbyggð.
- 1992 - Lögð tartanbraut með 8 hlaupabrautum. Flóðljós vígð í október.
- 1997 - Nú stúka byggð að austanverðu.
- 1997 - KSÍ flytur skrifstofur sínar í nýja aðstöðu undir sunnanverðri Vesturstúku.
- 2005 - Vinna hafin við endurbætur og stækkun á Vesturstúku og byggingu nýrrar skrifstofuaðstöðu KSÍ.
- 2007 - Höfuðstöðvar KSÍ fluttar í nýja skrifstofuaðstöðu.
- 2007 - Baldurshaga breytt úr frjálsíþróttaaðstöðu í skylmingaaðstöðu.
- 2007 - Endurbótum og stækkun Vesturstúku lokið.
Stærð keppnisvallar
- 105 x 68 metrar og fullkomin 8 brauta frjálsíþróttaaðstaða.
Áhorfendur
- Austurstúka- 3.500 númeruð sæti
- Vesturstúka - 6.300 númeruð sæti
- Heildarfjöldi - 9.800
Mesti áhorfendafjöldi
- 20.204 á leik Íslands og Ítalíu,18. ágúst 2004 - Selt í stæði
- Um 25.000 á tónleikum 17. ágúst 2007.
- Um 30.000 á tónleikum Ed Sheeran 10. ágúst 2019.
Aðstaða fyrir kappleiki og mót
- 4 búningsklefar (20 m2 hver).
- 2 dómaraklefar (16m2 hvor) og/eða aðstaða fyrir lækni/lyfjapróf.
- 2 herbergi til yfirstjórnar á leikjum og frjálsíþróttamótum.
Flóðljós
- Á vellinum eru fjögur 44 metra há möstur.
- Í hverju mastri eru 48 * 2.000 watta kastarar.
- Grindin sem kastararnir eru í er u.þ.b. 5x5 metrar.
- Lýsinguna er hægt að stilla á þrjá vegu, 600 lúx (vinnulýsing), 1.000 lúx (æfingalýsing) og 1600 lúx (keppnislýsing).
- Flóðljósin voru vígð fyrir leik A kvenna við Slóvakíu 17. september 2015.
Annað
- Miðasölubásar alls 8. Aðgöngumiðar að mestu e-miðar seldir í gegnum internetið. Allir miðar með strikamerki og skannaðir við innganginn.
- Fast hljóðkerfi með 16 hátölurum í stúku og 8 í veitingarými í Melavelli. Í stúku austur er leigt kerfi í stærri leikjum.
- Aðstaða fyrir 20 hjólastóla í A og I hólfum.
- Heiðursstúka tekur 250 gesti. Aðgengi er í 4 sali á 3. hæð sem alls eru um 800 m2 og með sér salernisaðstöðu.
Öryggismyndavélakerfi
- 7 myndavélar snúa að áhorfendum í stúkum
- 28 myndavélar eru innanhúss
- 6 myndavélar eru aftan við austurstúku
- 2 myndavélar eru framan við vesturstúku
- Alls 43 öryggismyndavélar
Sjónvarpsmyndavélakerfi: Fast dregið fyrir eftirfarandi vélum. Stúdíói norður 2 vélar, stúdíó suður 2, á þaki 2, 16 metrar 2, í VIP 2, við leikmannainngang 3, í suðurenda kjallara 5, í norðurenda 1 og í Baldurshaga 2. Alls lagt fyrir 21 vél.
Blaðamannaaðstaða á þaki í 4 húsum fyrir 5 manns hvert alls 20 sæti og úti í stúku eru 48 sæti fyrir skrifandi blaðamenn. Innan við blaðamannaaðstöðu í stúku er 100 m2 herbergi fyrir 25 skrifandi blaðamenn og kaffiaðstaða. Í suðurenda í kjallara er aðstaða fyrir 17 ljósmyndara, 10 í sitjandi aðstöðu og 7 í standandi með sér skáp fyrir búnað ljósmyndara. Þráðlaust netsamband og rafmagnstenglar eru við allar vinnustöðvar.
Tvö 12 og 15 m2 myndver fyrir sjónvarp á 3. hæð.
Bílaplan fyrir sjónvarpsbíla er 600 m2 við suðurenda stúku vestur.
Bílastæði eru um 1.800 í Laugardalnum, þar af 630 fyrir utan Laugardalsvöll.
10 fánastangir við völl, 5 fram við stúku og allt að 13 fánaborgir (x 5 fánar) eru til að staðsetja niðri við völl.