Reglur KSÍ um sóttvarnir

Útgefið 8. september 2020

Reglugerð KSÍ um sóttvarnir vegna æfinga, leikja og aðstöðu á leikvöllum og æfingasvæðum (pdf skjal)

Reglur KSÍ um sóttvarnir (pdf skjal)

Tilkynning um sóttvarnarfulltrúa - staðfesting félags
Félög þurfa að fylla þetta skjal út í tölvu, prenta það svo út og allir viðkomandi aðilar þurfa að skrifa undir. Því næst þarf að koma skjalinu til skrifstofu KSÍ. Hægt er að senda það með tölvupósti á covid19@ksi.is 

Gátlisti sóttvarnarfulltrúa
Sóttvarnarfulltrúar eru hvattir til að prenta skjalið út og hafa það við hendina í undirbúningi og framkvæmd leiks.

Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.

Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu mánuðina. Þessar almennu aðgerðir eru hér með gerðar að skilyrði fyrir því að hægt sé að halda áfram iðkun knattspyrnu á Íslandi næstu misserin án þess að sífellt sé hætta á því að þurfa að skella öllu í lás á nokkurra vikna fresti.

Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur í knattspyrnu (leikmenn, starfsmenn félaga og allir aðrir þátttakendur leiksins) smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að stöðva smit til annarra, ef einstaklingur innan félags sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Mikilvægt er að öllum þátttakendum í knattspyrnu sé gert það ljóst að ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti.

Þessar reglur sem hér eru settar ná til keppnissvæða, æfingaaðstöðu, búningsaðstöðu, ferðalaga og síðast en ekki síst til mikilvægi almennrar aðgæslu allra þátttakenda í knattspyrnu á Íslandi (allra deilda meistaraflokka og 2. og 3. flokks karla og kvenna).

Reglur þessar fela í sér aðskilnað hópa eftir því sem nauðsyn krefur t.d. leikmanna/þjálfara frá almennum starfsmönnum félaga og ítarlegri aðskilnað fjölmiðla frá öðrum þátttakendum leiksins heldur en áður hefur verið fjallað um í leiðbeiningum KSÍ. Auk þess fela þessar ráðstafanir í sér ítarlegri leiðbeiningar um almenna sótthreinsun búningsklefa og búnaðar sem notaður er í keppni og á æfingum en áður hefur verið hér á landi.

Jafnframt er hér fjallað um ráðstafanir sem nauðsynlegar eru varðandi fjarlægðarmörk innan einstakra hópa, t.d. leikmanna, þjálfara og dómara. Sérstaklega er kveðið á um hámarksfjölda starfsfólks nauðsynlegra þjónustuaðila, t.d. starfsmenn mannvirkja, starfsmenn leikja og starfsmenn fjölmiðla.

Leikmaður sem sýkst hefur þarf eins og aðrir að halda sig í einangrun þar til liðnir eru a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarprófi) og að hann/hún hafi verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga. Áður en að leikmaður getur hafið æfingar og keppni á ný þarf mat læknis til staðfestingar á að hann/hún sé leikfær samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum. Aðrir leikmenn og starfsmenn hlutaðeigandi félags geta þurft að fara í sóttkví í allt að 14 daga.

Skipta ber knattspyrnumannvirki í þrjú svæði

 Svæði
Heiti Svæðis
Hvað er innan svæðis
Hverjir eru á svæðinu
1
Tæknisvæði
Leikvöllur
Boðvangur
Leikmannagangur
Búningsklefar
Leikmenn
Þjálfarar
Liðslæknar
Sjúkraþjálfarar
Dómarar
Sóttvarnarfulltrúar
Boltasækjar
Starfsmenn leiks
Gæsla á svæði
Sjónvarpsrétthafi
Ljósmyndarar
Fjölmiðlar
 2
Áhorfendastúkur
Vinnuaðstaða fjölmiðla
Stjórnherbergi leiks
Gæsla á svæði
Eftirlitsmaður KSÍ
Vallarþulur
Stjórnandi leikklukku/LED-skilta
Sjónvarpslýsendur
Sjónvarpsrétthafi
Fjölmiðlar
Starfsmenn veitingasölu
Stjórnarmenn félaga*
 3
Ytra svæði
Ytra vinnusvæði sjónvarpsrétthafa
Allar ytri girðingar mannvirkis
Inngangar áhorfenda
Gæsla
Tæknistjórn sjónvarpsrétthafa


Hámarksfjöldi fólks á hverju svæði á hverjum tíma miðast við gildandi fjöldatakmarkanir skv. auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá heilbrigðisráðuneytinu og/eða sérstök fyrirmæli sóttvarnarlæknis. Innan hvers svæðis verða þó ávallt að rúmast a.m.k. þeir starfsmenn sem sinna störfum á viðkomandi svæði. Tryggja skal að áhorfendur og aðrir sem eru á svæðum 2 og 3 hafi engan aðgang að svæði 1.

Séu áhorfendur á knattspyrnuleikjum heimilir ber að miða við gildandi fjöldatakmarkanir í auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá heilbrigðisráðuneytinu og/eða sérstök fyrirmæli sem sóttvarnarlæknir hefur gefið út þar um.

Nálgast má gildandi auglýsingu og/eða önnur viðeigandi fyrirmæli um fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum á eftirfarandi vefslóðum: 

Vefslóð 1: Auglýsing/reglugerð um takmörkun á samkomum vegna sóttvarnar 

Vefslóð 2: Minnisblað sóttvarnarlæknis varðandi takmarkanir á samkomum innanlands 

Vefslóð 3: Almennar upplýsingar á Covid.is

Til viðbótar við almenn skilyrði um fjöldatakmarkanir vegna áhorfenda á knattspyrnuleikjum er félögum skylt að tryggja eftirfarandi:

Miðasala skal eingöngu vera rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb eða aðrar rafrænar lausnir. Aðgönguskírteini KSÍ eru ekki í notkun á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi. 

Við innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. Einnig skal tryggja að veggspjöld sem minna gildandi nálægðarviðmið og almenna sótthreinsun séu sýnileg við alla innganga og á áhorfendasvæðum. 

Öryggisgæsla skal vera í hverju svæði fyrir sig og að mönnuð þannig að hægt sé að tryggja að áhorfendur fari ekki á milli svæða. Starfsmenn gæslu telja í heildarfjölda hvers hólfs. 

Áhorfendasvæði/stúka skal vera afgirt frá tæknisvæði (svæði 1) þannig að ekki sé undir nokkrum kringumstæðum hægt að komast á milli þeirra. Sérstaklega skal gæta að því að leikmenn úr æfingahópi sem eru utan leikskýrslu hafi ekki aðgang að tæknisvæði. 

Salernisaðstaða skal vera í hverju áhorfendasvæði/stúku. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt skal vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. 

Ef selja á veitingar skal tryggt að það sé gert í hverju áhorfendasvæði/stúku fyrir sig og að áhorfendur geti ekki farið á milli svæða til að kaupa veitingar. Starfsmenn veitingasölu telja í heildarfjölda hvers svæðis. 

Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við reglugerðir yfirvalda á hverjum stað. 

Sóttvarnarfulltrúi skal tryggja að lýsing á svæðaskiptingu og aðgengi sé til staðar og kynna hana fyrir KSÍ eða yfirvöldum á hverjum stað sé eftir því óskað.

 1. Koma liða á leikvöll
  • Tryggja þarf fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, á milli allra einstaklinga í rútum. Sé ekki hægt að tryggja þá fjarlægð á milli einstaklinga í einni rútu skal notast við aukarútur eftir þörfum. Notkun á andlitsgrímum er skilyrði ef áætlað er að rútuferð taki meira en 30 mínútur hvort sem hægt sé að halda nálægðarviðmiðunum eða ekki. Tryggja þarf sótthreinsun á rútum áður en haldið er af stað. Handspritt skal vera aðgengilegt við inngang í rútur. 
  • Ef leikmenn koma til leiks í einkabílum ætti að huga að því að ekki sé sameinast í bíla. Ef bílar eru samnýttir ætti að lágmarka fjölda í bíl til að tryggja fjarlægð (fer eftir stærð bíla) og nota andlitsgrímur. 
  • Forráðamenn liða þurfa að tryggja að leiðir skarist ekki við komu á leikstað. Mikilvægt er að það sé rætt tímanlega hvenær lið mæti á leikstað og að allir fylgi tímaáætlun. 
  • Ef kostur er ættu lið að nota sitthvorn innganginn inn í mannvirki. 
  • Heimaliði ber að hafa gæslu við alla innganga amk tveimur klst áður en leikur hefst og ber þeim einstaklingum sem sinna þessum hlutverkum að nota andlitsgrímu. 
  • Heimaliði ber að tryggja að sótthreinsivökvi sé við alla innganga og skulu allir sem koma inn í mannvirki sótthreinsa hendur.

 2. Búningsklefar og salernisaðstaða liða og dómara
  • Tryggja skal að hægt sé að halda fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, á milli allra einstaklinga innan búningsklefa. Ef stærð búningsklefa býður ekki upp á að allir leikmenn geti haft þar aðstöðu vegna nálægðarviðmiðana skal dreifa hvoru liði á fleiri en einn búningsklefa. Ef ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk í einum klefa og ekki er hægt að dreifa hvoru liði á fleiri en einn klefa skulu aldrei vera fleiri leikmenn inn í klefanum á hverjum tíma en svo að hægt sé að tryggja að tveir metrar séu á milli einstklinga. 
  • Lágmarka skal þann tíma sem eytt er í búningsklefum og ættu leikmenn ekki að dvelja lengur en 30-40 mínútur innan búningsklefa fyrir eða eftir leiki. 
  • Heimaliði ber að tryggja að sótthreinsivökvi sé í búningsklefum.

 3. Leikmannagangur
  • Tryggja skal að alltaf sé hægt að halda fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, á milli einstaklinga á leikmannagangi (við komu á leikvöll, fyrir og í upphitun, þegar gengið er til leiks, í hálfleik og eftir leik). 
  • Heimaliði ber að tryggja að sótthreinsivökvi sé á leikmannagangi.

 4. Upphitun
  • Tryggja skal að hægt sé að halda fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, á milli allra einstaklinga nema leikmanna sama liðs á meðan á upphitun stendur. 
  • Öllum nema leikmönnum, þjálfurum og dómurum ber skylda til að bera andlitsgrímur á meðan á upphitun stendur. 
  • Tryggja skal að allur búnaður liða sem notaður er í upphitun sé sótthreinsaður bæði áður en upphitun hefst og við lok upphitunar. 
  • Tryggja skal að sér svæði sé afmarkað fyrir upphitun dómara.

 5. Skoðun á búnaði leikmanna
  • Skoðun á búnaði skal fara fram fyrir framan búningsklefa hvors liðs þegar gengið er til leiks.
  • Dómari sem framkvæmir skoðun skal bera andlitsgrímu á meðan skoðun fer fram.

 6. Gengið til leiks
  • Liðin ganga út á leikvöll í sitthvoru lagi – fyrst heimalið og svo útilið.
  • Ekki skal notast við lukkukrakka.
  • Ekki er leyfilegt að taka neinar liðsmyndir (ljósmyndarar mega eingöngu vera á afmörkuðu svæði fyrir aftan hvort mark). Ljósmyndurum ber að virða tveggja metra nálægðarviðmið í öllum sínum störfum.
  • Leikmenn og dómarar skulu stilla sér upp fyrir framan áhorfendastúku með tveggja metra bili.
  • Leikmönnum er óheimilt að heilsast fyrir leiki en þess í stað er hvatt til stutts klapps meðan leikmenn eru kynntir (eins og verið hefur í sumar).
  • Þegar hlutkesti er kastað skulu leikmenn og dómarar ávallt halda fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, hver frá öðrum.

 7. Tæknisvæði / Boðvangur / Leiktími
  • Heimaliði ber að tryggja að allir sem sitja á varamannabekkjum geti haldið viðhlítandi fjarlægð síná milli. Ef varamannabekkir eru við áhorfendastúku er hægt að nota hluta af sætum í stúkunni til að stækka varamannabekkinn. Ef varamannabekkir eru gegnt áhorfendastúku þarf að tryggja að stólar séu til staðar svo allir hafi sæti. 
  • Ef ekki er hægt að tryggja viðhlítandi nálægðarmörk skulu þeir aðilar sem sitja þéttar saman nota andlitsgrímur. 
  • Eingöngu fjórði dómari leiks hefur heimild til að vera á svæðinu á milli varamannabekkja. 
  • Leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum liða er óheimilt að fagna mörkum með snertingu. 
  • Leikmönnum, þjálfurum, dómurum og öðrum starfsmönnum leiks er óheimilt að hrækja, eða snýta sér á leikflötinn og umhverfi hans. Markmönnum er óheimilt að hrækja í hanskana sína. 
  • Sjónvarpsrétthafi skal hafa lágmarksmönnun á tæknisvæði (eingöngu tökumenn). Starfsmönnum sjónvarpsrétthafa ber að virða gildandi nálægðarviðmið í öllum sínum störfum.

 8. Hálfleikur
  • Halda skal fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, á milli allra einstaklinga þegar gengið er af leikvelli. Sama gildir þegar gengið er til leiks aftur eftir hálfleik. 
  • Halda skal fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið á milli allra einstaklinga á leikmannagangi og í búningsklefum 
  • Að loknum hálfleik skulu liðin ganga út á leikvöll í sitthvoru lagi – fyrst heimalið og svo útilið.

 9. Boltar og boltasækjar (þegar við á)
  • Allir boltar sem notaðir eru í upphitun skulu sótthreinsaðir áður en upphitun hefst en einnig um leið og upphitun líkur. 
  • Á meðan á leik stendur skulu boltar sótthreinsaðir í hvert skipti sem þeir fara úr leik. 
  • Stilla skal upp að lágmarki 10 boltum í kringum leikvöllinn á meðan á leik stendur – auk þess bolta sem notaður er við upphaf leiks. 
  • Boltasækjar (hámark 4) skulu í öllum sínum störfum virða gildandi nálægðarviðmið. 
  • Boltasækjar ættu að vera komnir á tæknisvæði (umhverfis leikvöllinn) amk 10 mínútum áður en lið ganga til leiks. 
  • Boltasækjar eiga að halda sig á tæknisvæðinu þar til leik lýkur. 
  • Boltasækjar eiga ekki að fara um leikmannagang. 
  • Boltasækjar bera ábyrgð á því að þegar bolti fer úr leik sé honum stillt upp á sama stað og sá bolti var sem notaður var í staðinn. 
  • Boltasækjar eiga ekki að senda (henda eða sparka) eða rétta leikmönnum bolta á meðan á leik stendur. Leikmenn skulu án undantekninga sækja boltana sjálfir. 
  • Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að boltasækjar séu upplýstir um sóttvarnarreglur og að eftir þeim sé farið.

 10. Leikslok (almennt)
  • Ekki er heimilt að takast í hendur í leikslok. 
  • Halda skal fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, bili á milli allra einstaklinga þegar gengið er af leikvelli. Sama gildir um leikmannagang, búningsklefa og þegar mannvirki er yfirgefið. 
  • Ef leikmenn og dómarar nota sturtur að loknum leik skal tryggja að haldið sé fjarlægð, í samræmi við gildandi nálægðarviðmið, á milli allra einstaklinga. Um fjölda einstaklinga í búningsklefum og nálægðarviðmið er vísað til 2. kafla hér fyrir ofan (um búningsaðstöðu og salernisaðstöðu liða og dómara) 
  • Öllum nema leikmönnum, þjálfurum og dómurum ber skylda til að bera andlitsgrímur á tæknisvæði þar til mannvirki hefur verið yfirgefið. 
  • Ef leikmenn nota vallarsvæði eftir leik ber að tryggja að gildandi nálægðarmörk séu virt og að sjónvarpsrétthafa sé tryggt svigrúm til að taka viðtöl.

 11. Leikslok (fjölmiðlar)
  • Eingöngu sjónvarpsrétthafi hefur heimild til að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir að leik lýkur. Í öllum viðtölum skal virða gildandi nálægðarviðmið. 
  • Ef lið hafa kost á ætti að setja upp rafrænan fjölmiðlafund þar sem fjölmiðlar hafa tök á að spyrja þjálfara og einn leikmann um leikinn.

 12. Lyfjaeftirlit
  • Tryggja þarf að aðstaða fyrir lyfjaeftirlit sé fyrir hendi en mikilvægt er að leitað sé allra leiða til að hægt sé að halda viðhlítandi fjarlægð á milli einstaklinga. 
  • Allir sem koma inn í aðstöðu lyfjaeftirlits eiga að bera andlitsgrímur. 
  • Heimalið ber ábyrgð á að aðstaða lyfjaeftirlits sé sótthreinsuð með sama hætti og búningsklefar.

Hverju félagi verður gert að skipa sérstakan sóttvarnarfulltrúa sem ber ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem nefndar eru í þessu skjali. Það er jafnframt á ábyrgð sóttvarnarfulltrúa að tryggja að allir aðilar viðkomandi félagsins séu meðvitaðir um þessar reglur. Sóttvarnarfulltrúi skal tryggja að leikmenn, þjálfarar og allir aðrir starfsmenn liða þekki til almennra sóttvarnaraðgerða og að þeim sé fylgt. Sóttvarnarfulltrúi ber einnig ábyrgð á því að allir fyrrnefndir aðilar þekki til helstu einkenna COVID-19. 

Leikmanni eða starfsmanni liðs, sem finnur fyrir einkennum, er óheimilt að umgangast liðsfélaga sína eða starfsmenn liðsins. Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að þessu sé fylgt án nokkurra undantekninga. Sóttvarnarfulltrúi skal ekki hafa önnur hlutverk í tengslum við framkvæmd leikja. 

Einkenni COVID-19: 

• Hiti 

• Hálssærindi 

• Hósti 

• Slappleiki

• Bein- og vöðvaverkir

• Skyndileg breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni 

Ef leikmaður eða annar einstaklingur innan félags, eða fjölskyldur þeirra, fær einkenni sem geta bent til COVID-19:

 • Viðkomandi skal halda sig heima og alls ekki mæta á æfingasvæði eða leikvang

 • Hafa skal samband við heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall á heilsuvera.is eða við Læknavaktina í síma 1700 svo unnt sé að framkvæma próf fyrir COVID-19 án tafar.

 • Það er mjög mikilvægt að fara ekki í eigin persónu á heilsugæslu eða Læknavaktina. 

• Heilbrigðisstarfsfólk veitir ráðleggingar um næstu skref 

Skýrar leiðbeiningar um sótthreinsun skulu vera aðgengilegar eins víða í mannvirki og kostur er. Notast skal við veggspjöld sem aðgengileg eru á covid.is (https://www.covid.is/veggspjold). Veggspjöld skulu vera sýnileg í búningsklefum, á leikmannagangi, í starfsmannaaðstöðu, í áhorfendasvæði og alls staðar annars staðar í mannvirki þar sem einhver umgangur fólks er. Veggspjöld sem minna á nálægðarviðmið skulu vera sérstaklega áberandi á öllum þessum stöðum. Það er á ábyrgð sóttvarnarfulltrúa heimaliðs að tryggja að leiðbeiningar séu aðgengilegar. 

Sóttvarnarfulltrúi ber ábyrgð á því að sótthreinsun búningsklefa, leikmannagangs og tæknisvæðis fari fram áður en lið mæta til leiks. Salernisaðstöðu skal sótthreinsa daglega og þar skal einnig tryggja góða aðstöðu til handhreynsunar. Sé eftir því kallað (t.d. af sóttvarnarfulltrúa gestaliðs, fulltrúa KSÍ eða fulltrúa  heilbrigðisyfirvalda) skal sóttvarnarfulltrúi leggja fram áætlun um framkvæmd sótthreinsunar og staðfestingu á að hún hafi farið fram. 

Sóttvarnarfulltrúi ber ábyrgð á að allar hurðir séu opnar eins og kostur er til að lágmarka þörf á snertingu við hurðarhúna. 

Öll notkun á æfingabúnaði (öðrum en þeim sem nauðsynlegur er í upphitun) er óheimil. Sóttvarnarfulltrúar bera ábyrgð á því að þessu sé fylgt. 

Ábyrgðaraðili leiks getur eftir tilmæli frá sóttvarnarfulltrúa vísað aðila sem reglur þessar taka til út úr mannvirki og útilokað viðkomandi frá viðveru á leikvangi eða æfingasvæði.

Heimaliði er óheimilt að útvega veitingar (drykki og mat) fyrir gestalið, dómara og fjölmiðla. Tryggja skal að allar veitingar sem þessir aðilar bera með sér inn í mannvirkið, séu í lokuðum umbúðum.

Óheimilt er að deila drykkjarílátum (vatnsbrúsar) eða mataráhöldum með öðrum einstaklingum. Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að leikmenn séu allir með sína eigin vatnsbrúsa og ef nauðsyn krefur að merkja þá með nafni leikmanna. Dómarar bera sjálfir ábyrgð á því að vera með vatnsbrúsa og ættu ekki undir neinum kringumstæðum að taka við drykkjarílátum frá leikmönnum, starfsmönnum liða eða starfsmönnum leiks.

Starfsmenn fjölmiðla bera sjálfir ábyrgð á því að fylgja þeim almennu sóttvarnaraðgerðum sem hér að ofan eru nefndar. Ábyrgðaraðili leiks getur eftir tilmæli frá sóttvarnarfulltrúa vísað aðila sem reglur þessar taka til út úr mannvirki og útilokað viðkomandi frá viðveru á leikvangi eða æfingasvæði. 

Starfsmönnum fjölmiðla ber að kynna sér sóttvarnaraðgerðir á sínu vinnusvæði á hverjum leikvelli. Sóttvarnarfulltrúi heimaliðs er ábyrgur fyrir því að fjölmiðlar hafi aðgang að upplýsingum sem þeir þurfa til að geta fylgt þeim reglum sem hér eru settar og hvernig þær eru útfærðar á hverjum leikvelli. 

Takmarkaður fjöldi kemst fyrir í aðstöðu skrifandi blaðamanna á hverjum leikvangi. Miðlar með textalýsingu eru í forgangi þar (fotbolti.net, mbl.is, visir.is). Öllum starfsmönnum fjölmiðla ber að virða gildandi fjarlægðarmörk og að bera andlitsgrímu.

Starfsmönnum fjölmiðla (annarra en rétthafa) ber að hafa samband við heimalið (sóttvarnarfulltrúa eða fjölmiðlafulltrúa) tímanlega fyrir hvern leik og óska eftir að fá aðgang. Vinnuaðstaða fjölmiðla (annarra en rétthafa og ljósmyndara) á í öllum tilfellum að vera á áhorfendasvæði (svæði 2A). Sóttvarnarfulltrúi heimaliðs ber ábyrgð á að tryggja aðgengi að aðstöðunni og þegar þangað er komið eiga starfsmenn fjölmiðla að halda sig þar þangað til leik er lokið og forðast almennt svæði áhorfenda. Starfsmenn fjölmiðla, sem starfa innan áhorfendasvæði (svæði 2A) hafa ekki undir nokkrum kringumstæðum aðgang að tæknisvæði (svæði 1). 

Það er á ábyrgð sóttvarnarfulltrúa heimaliðs og fjölmiðlafulltrúa heimaliðs (ef starfandi) að tryggja að fjöldi fjölmiðlamanna á hverju svæði sé í samræmi við gildandi fjöldatakmarkanir í auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá heilbrigðisráðuneytinu og/eða sérstök fyrirmæli sem sóttvarnarlæknir hefur gefið út þar um. 

Ljósmyndarar hafa aðgang að svæði 1 en ef nokkur kostur er ættu þeir ekki að nota sama inngang og liðin. Ef þeir nota sama inngang skal tryggja að leiðir ljósmyndara og leikmanna skarist ekki þegar komið er inn í mannvirkið. 

Vinnusvæði ljósmyndara á meðan á upphitun og leik stendur er eingöngu á afmörkuðu svæði við enda leikvallar. Ljósmyndarar mega ekki færa sig á milli enda á meðan á leik stendur og ættu aldrei að ganga í gegnum tæknisvæði/boðvang. Ljósmyndarar hafa ekki heimild til að fara inn á svæði 2 (áhorfendasvæði) þegar þeir eru komnir inn á tæknisvæðið (svæði 1). 

Viðtöl við leikmenn og þjálfara að leik loknum takmarkast við þann fjölda fjölmiðlamanna (bæði rétthafa og annarra fjölmiðla) sem rúmast innan tæknisvæðis í samræmi við gildandi fjöldatakmarkanir í auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá heilbrigðisráðuneytinu og/eða sérstök fyrirmæli sem sóttvarnarlæknir hefur gefið út þar um. Sé svigrúm til að veita öðrum fjölmiðlum en rétthafa, aðgang að leikmönnum og þjálfurum í leikslok til að taka viðtöl, er það heimilt. Ávallt skal þó tryggja að rétthafi hafi forgang á að taka viðtöl. Starfsmenn fjölmiðla sem starfa á svæði 2 er ekki heimilt að taka viðtöl á tæknisvæði (svæði 1) að leik loknum. Fjölmiðlar sem óska eftir að taka viðtöl eftir leiki verða að óska eftir því sérstaklega með góðum fyrirvara fyrir leik. Beiðni um að taka viðtöl skal send á sóttvarnarfulltrúa heimaliðs og/eða fjölmiðlafulltrúa heimaliðs (ef hann er starfandi). Sóttvarnarfulltrúi og fjölmiðlafulltrúi bera ábyrgð á því að fjöldi starfsmanna fjölmiðla sé í samræmi við gildandi fjöldatakmarkanir í auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá heilbrigðisráðuneytinu og/eða sérstök fyrirmæli sem sóttvarnarlæknir hefur gefið út þar um. 

Sóttvarnarfulltrúa heimaliðs ber að tryggja að viðtalssvæði á leikvangi sé þannig útbúið/skipulagt að halda fjarlægð, í samræmi við gildandi fjarlægðarviðmiðanir, á milli fjölmiðlamanns og viðmælanda. Fjölmiðlamenn á viðtalssvæði leikvangs verða að tryggja að þeirra búnaður geri þeim kleift að taka viðtal með viðhlítandi fjarlægð frá viðmælanda. Starfsmönnum þeirra fjölmiðla sem taka viðtöl ber að tryggja að þeir sem taka viðtöl (tökumaður og fréttamaður) séu eingöngu í þeim hlutverkum og að tökumaður sé með andlitsgrímu á meðan á viðtölum stendur. 

Starfsmenn sjónvarpsrétthafa og starfsmenn annarra fjölmiðla sem taka viðtöl eiga ekki, ef nokkur kostur er, að nota sama inngang og liðin. Sjónvarpsrétthafi skal manna starfsemi sína með eins fáum starfsmönnum og kostur er. Ef um beina útsendingu er að ræða hafa eingöngu myndatökumenn heimild til að vera á tæknisvæði (svæði 1). Myndatökumenn sem starfa á tæknisvæði skulu bera andlitsgrímur á meðan þeir eru innan svæðisins. Starfsmenn sjónvarpsrétthafa sem starfa á tæknisvæði (skv. ofangreindu) ættu ekki undir neinum kringumstæðum að fara inn á svæði 2. Aðrir starfsmenn sjónvarpsrétthafa (lýsendur og aðrir myndatökumenn) hafa ekki aðgang að tæknisvæði (svæði 1). Sjónvarpsrétthafa sem og öðrum fjölmiðlum sem starfa á leikjum ber að tryggja að starfsmenn á þeirra vegum hafi ekki sýnt nein einkenni COVID-19 þegar þeir koma til starfa á knattspyrnuleik. Ef starfsmaður fjölmiðils hefur sýnt einhver þeirra einkenna sem tengjast COVID-19 á hann/hún ekki undir neinum kringumstæðum að starfa við leik. 

Leikmönnum og þjálfurum sem fara í viðtöl hjá fjölmiðlum utan leikja- og æfingatíma er skylt að virða gildandi nálægðarviðmið í slíkum viðtölum. Starfsmönnum fjölmiðla sem taka slík viðtöl ber að tryggja að hægt sé að framkvæma þau miðað við þessi skilyrði. Félög ættu að leitast eftir því að verða við beiðnum fjölmiðla um viðtöl utan æfinga og keppni eins og kostur er.

Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við knattspyrnuæfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Þó undanþága sé veitt frá fjarlægðarviðmiðunum í keppni er sérstaklega mikilvægt að fjarlægðarviðmiðunum sé framfylgt eins og kostur er á æfingum. Lágmarka skal þann fjölda sem viðstaddur er æfingu. Eingöngu leikmenn, þjálfarar og sjúkrateymi ættu að hafa aðgang að æfingum og ber sóttvarnarfulltrúa að tryggja að enginn óviðkomandi sé viðstaddur æfingar. Félög skulu skoða möguleika á að skipta leikmönnum í hópa eins og kostur er og æfa á sitthvorum tímanum þar sem því verður við komið. 

Á öllum æfingum skulu þjálfarar og aðrir starfsmenn liða nota andlitsgrímur. Leikmenn ættu ekki að nota andlitsgrímur á æfingum. 

Notkun á líkamsræktaraðstöðu félaga skal lágmörkuð. fjöldi sem getur notað slíka aðstöðu í senn takmarkast af gildandi nálægðarviðmiðum og öll notkun á aðstöðunni verður að vera þannig að alltaf sé hægt að halda a.m.k. viðhlítandi fjarlægð á milli einstaklinga. Sótthreinsa skal allan búnað bæði fyrir og eftir notkun. 

Lágmarka skal notkun búningsklefa í tengslum við æfingar og í öllum tilfellum skal halda fjarlægð, í samræmi við gildandi fjarlægðarviðmiðanir, á milli einstaklinga. 

Þátttakendum í æfingum er óheimilt að nota aðra félagsaðstöðu, s.s. eldhús og aðra sameiginlega aðstöðu. 

Sóttvarnarfulltrúi skal tryggja að sótthreinsivökvi sé aðgengilegur á öllum æfingum, bæði í búningsklefum, á æfingasvæðinu sjálfu sem og á öllum öðrum stöðum innan félagssvæðis þar sem leikmenn eða aðrir sem að æfingunni koma fara um.

Sótthreinsa skal allan æfingabúnað áður en æfing hefst og eftir að henni lýkur. Jafnframt skal sótthreinsa búnað eins og kostur er á meðan á æfingu stendur, sérstaklega þann búnað sem fleiri en einn einstaklingur notar. 

Óheimilt er að deila drykkjarílátum (vatnsbrúsar) eða öðrum búnaði með öðrum einstaklingum. Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að leikmenn séu allir með sína eigin vatnsbrúsa og merkja þá með nafni leikmanna. 

Öll aðstaða fyrir liðsfundi skal vera þannig útbúin að fjarlægð , í samræmi við gildandi fjarlægðarviðmiðanir, sé á milli einstaklinga. 

Starfsmenn mannvirkja skulu án undantekningar nota andlitsgrímur á meðan á æfingum stendur og halda viðhlítandi fjarlægð frá leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum liða á meðan þeir eru innan veggja mannvirkisins.

Ef okkur á að takast að halda áfram knattspyrnuiðkun þurfum við að sameinast um að þátttakendur í íþróttinni lágmarki aðra þætti daglegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu. Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir starfsmenn liða skulu því lágmarka samskipti við aðra eins og kostur er. Þetta á sérstaklega við um leikmenn. Í þessu felst m.a. að þessir aðilar ættu almennt að forðast fjölmenna staði eins og veislur, verslanir, veitingastaði, kvikmyndahús, skemmtistaði, bari o.s.frv. 

Leikmenn ættu að kynna sér reglur um heimkomusmitgát og sóttkví í heimahúsi og fylgja þeim eins og hægt er til að vernda fjölskyldur sínar, vinnufélaga og aðra leikmenn. Þeir sem geta unnið í fjarvinnu að fullu eða að hluta ættu að ræða við vinnuveitendur sína um slíkt fyrirkomulag. 

Leikmaður, þjálfari, dómari eða annar starfsmaður liðs sem á erindi á fjölmenna staði skal ávallt halda a.m.k. fjarlægð, í samræmi við gildandi fjarlægðarviðmiðanir, frá öðrum einstaklingum og bera andlitsgrímu ef það er ekki hægt. 

Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir starfsmenn liða skulu gæta að almennum sóttvörnum (fjarlægðarviðmið, handþvottur og sótthreinsun) á heimilum sínum, á vinnustað og hvar sem þeir eru á meðal fólks. Ef einstaklingur innan heimilis þessara aðila fær einhver einkenni sem bent geta til COVID-19 ætti viðkomandi án tafar að einangra sig þar til framkvæmt hefur verið veirupróf og niðurstaða liggur fyrir.

Félag                      Sóttvarnarfulltrúi                             Netfang                                              Sími     

 
Afturelding Steingrímur Benediktsson steinsen@gmail.com 8629416
Afturelding Sif Sturludóttir sifs@vodafone.is 6699488
Augnablik Kristján Halldórsson krisida@simnet.is 8967689
Augnablik Sigmar Ingi Sigurðarson sigmar.sigurdarson@gmail.com 8376668
Álafoss Egill Fannar Andrésson Egill.f@gmail.com 8624573
Árborg Sigurður Sigurðsson ssarborg@gmail.com 6906166
Breiðablik Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir ingibjorg.89@gmail.com 8485035
Dalvík/Reynir Heiðar Andri Gunnarsson heiddigunn@gmail.com 6158311
Einherji Linda Björk Stefánsdóttir linda@brim.is 8922382
Einherji Sólrún Dögg Baldursdóttir solrundogg@hotmail.com 8678590
Elliði Daníel Freyr Guðmundsson danielfgud@gmail.com 6695615
FH Guðbjörg Hjartardóttir bjorg@fh.is 8419970
Fjölnir Guðmundur L Gunnarsson gummi@fjolnir.is 8523010
Fjarðabyggð Bjarni Ólafur Birkisson bjarniob@simnet.is 8648704
Fram Elín Þora Böðvarsdóttir elinb@simnet.is 6955402
Fylkir Halldór Steinsson doristeins@fylkir.is 7835070
Grindavík Gunnlaugur Hreinsson grindavikurvollur@umfg.is 8988538
Grótta Chris Brazell kari@grotta.is 7722542
Hamrarnir Haraldur Ingólfsson haralduringolfsson@gmail.com 8242778
Haukar Jón Erlendsson jone@haukur.is 8988884
HK Ragnheiður Georgsdóttir ragga@gmail.com 8499967
HK Ragnheiður Soffía Georgsdóttir ragga@hk.is 8499967
Hvöt Stefán Ólafsson stefano@pacta.is 8919425
ÍA Hlini Baldursson hlini@ia.is 6916800
ÍBV Daníel Geir Moritz danielgeirmoritz@gmail.com 8685460
ÍH Jón Ásbjörnsson jonasb15@ru.is 8677656
ÍR Magnús Már Jónsson maggimark14@gmail.com 6648336
Ísbjörninn Denis Grbic denis_grbic@hotmail.com 8496030
KA Ágúst Stefánsson agust@ka.is
Kári Helga Sif Halldórsdóttir helga.sif@nordural.is 6174802
Keflavík Ari Gylfason arigylfa@simnet.is 8919793
KF Magnús Þorgeirsson maggitogga@gmail.com 8471331
KFG Sindri Rósenkranz Sævarsson ssaevarsson@globalblue.com 7727605
KFS Trausti Hjaltason traustihjalta@gmail.com 6982632
KM Joaquin Linares Cordoba mail@kmreykjavik.is 6159900
KR Sveinbjörn Þorsteinsson sveinbjorn@kr.is 8235033
Kría Chris Brazell Chris@grotta.is 7722542
Kórdrengir Kolbrún Pálsdóttir kolbrun@barnaheill.is 8659098
KV Auðunn Örn Gylfason audunn@kr.is 6621020
Leiknir F. Valur Sveinsson vallisveins67@gmail.com 8959915
Leiknir R. Aron Fuego Daníelsson gulldeildin@gmail.com 6593296
Magni Þorsteinn Þormóðsson steini68@internet.is 8931887
Njarðvík Lórenz Óli Ólason njardvikfc@umfn.is 7752166
Reynir S. Andri Þór Ólason andriolafs@andriolafs.is 7730200
Selfoss Ólafur Hallgrímsson olafur.hallgrimsson@gmail.com 8988646
Sindri Gunnar Ingi Valgeirsson gunnaringi@hornafjordur.is 8991968
Smári Hermann Óli Bjarkason inversa.thor@gmail.com 6185584
Stjarnan Gunnar Leifsson gleifs@islandia.is 6952444
Stokkseyri Ágúst Aron Gunnarsson agust@bananar.is 8209203
Tindastóll Guðbrandur Guðbrandsson gudbrandur@skagafjordur.is 8690664
Valur Theódór Hjalti Valsson teddi@valur.is 8628990
Vestri Svavar Þór Guðmundsson svavarg@fsi.is 8665300
Víðir Sóley Björg Gunnarsdóttir soleybg@simnet.is 6950071
Víkingur R. Fannar Helgi Rúnarsson fannar@vikingur.is 6967703
Víkingur Ó. Guðbjörn Ásgeirsson bubbi@simnet.is 8496574
Völsungur Ingvar Björn Guðlaugsson ibg@holdur.is 8406006
Völsungur Ingvar Berg Dagbjartsson ingvarberg@simnet.is 8924924
Völsungur Sigurður Dagbjartsson diddid@simnet.is 8941176
Þór Jón Stefán Jónsson jonsi@thorsport.is 8666812
Þór/KA Haraldur Ingólfsson haralduringolfsson@gmail.com 8242778
Þróttur R. Jóhann Baldvinsson sottvarnir@trottur.is 8929798
Þróttur V. Sigurður Rafn Margrétarsson siggirafn88@gmail.com 8634934
Vængir Júpíters Helgi Þorsteinsson helgi.thorsteinsson@internet.is 8972451
Ægir Lárus Arnar Guðmundsson aegirknattspyrna@gmail.com 6204213
     
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
     
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
     
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
     
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
     
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
     
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
     
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       

Spurning: 
Hversu lengi eru reglurnar mögulega í gildi? Eru mögulega tilslakanir í framtíðinni?

Svar:
Þessar reglur eru settar til að uppfylla kröfur heilbrigðisyfirvalda um sóttvarnir og gilda þangað til annað verður ákveðið. Það er á höndum heilbrigðisyfirvalda að ákveða um það hverjar og hvenær næstu tilslakanir verða.


Spurning:
Hefur verið rætt að gera einhverjar kröfur til sóttvarnarfulltrúa, þ.e. um lágmarks heilbrigðismenntun? Hvert er hlutverk sóttvarnarfulltrúa í útileikjum?

Svar:
Helstu kröfurnar eru að viðkomandi þekki vel til aðstæðna hjá sínu félagi og þekki reglur KSÍ um sóttvarnir auk allra almennra aðgerða sem heilbrigðisyfirvöld hvetja til eða gera skilyrði um.


Spurning: 
Eiga sóttvarnarfulltrúar beggja liða að mæta á leiki?

Svar:
Já það er gert ráð fyrir sóttvarnarfulltrúum beggja liða á leikjum, að minnsta kosti í leikjum í Pepsi Max- og Lengjudeildum. Hlutverk sóttvarnarfulltrúa útiliðs er að tryggja að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem liðinu tengjast fari eftir þeim reglum sem settar hafa verið, bæði af KSÍ og hjá heimaliði.


Spurning:
Þarf sóttvarnarfulltrúi að undirbúa og vera viðstaddur alla leiki í 2. og 3. flokki?

Svar:
Það er mikilvægt að sóttvarnarfulltrúi sjái til þess að allar merkingar séu til staðar á leikjum í 2. og 3. flokki. Einnig skal sóttvarnarfulltrúi tryggja að þjálfarar í þessum flokkum og foreldrar leikmanna séu upplýstir um þær kröfur sem gerðar eru af KSÍ og hvernig þær eru útfærðar á viðkomandi leikjum. Það er ekki nauðsynlegt fyrir sóttvarnarfulltrúa að vera viðstaddur alla leiki þessara flokka en ætti þó að leitast við að sækja einhverja þeirra.


Spurning:
Gilda reglurnar í meginatriðum alveg niður í 3. flokk án allra undantekninga?

Svar:
Já í meginatriðum gilda reglurnar um keppni og æfingar fyrir allar deildir meistaraflokka og 2. og 3. flokk. Það er þó mikilvægt að félög leiti leiða til að einfalda umgjörð, sérstaklega í neðstu deildum meistaraflokka og í 2. og 3. flokki, eins og hægt er. Mikilvægustu kröfurnar, um tveggja metra nálægðarmörk og einstaklingsbundnar sóttvarnir, eru þó ófrávíkjanlegar og skulu virtar í öllum þessum flokkum.


Spurning: 
Væri ekki skynsamlegt að bíða aðeins með það að setja leiki í öllum deildum af stað?

Svar:
Það er ákvörðun stjórnar KSÍ að koma öllum leikjum af stað skv. leikjaplani þann 14. ágúst. Stjórn KSÍ hvetur félög til að hugsa í lausnum og leita leiða til að minnka umgjörð leikja í neðri deildum og í 2. og 3. flokki eins og nokkur kostur er til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru í reglunum.


Spurning:
Eru einhver skilyrði varðandi hótel eða gistingu?

Svar:
KSÍ setur engar reglur um slíkt en hvetur alla þátttakendur í knattspyrnu til að fylgja þeim reglum sem settar eru á hverjum stað og tileinka sér allar almennar einstaklingsbundar sóttvarnir.


Spurning:
Ef það er ekki aðstaða í vallarhúsi til að uppfylla skilyrði um tveggja metra nálægðarviðmið þegar haldnir eru liðsfundir, má þá engu að síður halda fundina ef allir eru með andlitsgrímur?

Svar:
Ef það er útilokað að halda tveggja metra nálægðarviðmið þá ætti að nota andlitsgrímur.


Spurning:
Er hægt að fá eitt skjal þar sem tekið er saman upplýsingar um hlutverk leikmanna/þjálfara á leikdegi.

Svar:
Það ætti að vera hlutverk sóttvarnarfulltrúa hvers félags að útbúa slíkar leiðbeiningar fyrir sín lið. KSÍ mun hins vegar skoða að búa til samræmdar leiðbeiningar fyrir mismunandi hópa.

Spurning:
Geta liðin (í neðri deildum sérstaklega) tilkynnt að ekki verði aðgangur að búningsklefum?

Svar:
Í 2., 3. og 4. deild sem og í 2. og 3. flokki er heimilt að sleppa notkun búningsklefa.


Spurning:
Í íþróttamannvirkjum eru aðrar íþróttagreinar sem eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og nota sömu "fataskiptaganga". Hvernig sjá menn þetta ?

Svar:
Knattspyrnufélög eru hvött til að leita samráðs við aðrar íþróttagreinar og forráðamenn mannvirkja til að tryggja að hægt sé að fylgja þessum reglum. Í öllum íþróttagreinum er nú unnið að því að settar verði sambærilegar reglur og knattspyrnuhreyfingin hefur nú sett sér. Það er mikilvægt að allir sem nýta mannvirki gefi sér tíma til að skoða hvernig best er að samræma notkunina á milli greina. Ef upp koma árekstrar eru starfsmenn KSÍ reiðubúnir til að aðstoða við að finna lausnir þannig að allir geti uppfyllt þær skyldur sem settar eru fyrir hverja grein.


Spurning:
Varðandi klefa, ef ekki er hægt að halda 2 metra reglu inni í klefum þarf þá að dreifa liðinu á 2-4 klefa? Eða ættu allir leikmenn og starfsmenn að nota grímur inni í klefa?

Svar:
Fyrsti kostur væri að dreifa liðunum á klefa. Einnig væri hægt að skoða það að takmarka einfaldlega þann tíma sem leikmennirnir eru inni í klefanum, skipta hópnum niður eða jafnvel að nýta aðra aðstöðu, t.d. félagsaðstöðu sem búningsklefa. Heimalið gæti t.d. eftirlátið útiliði báða búningsklefa (ef eingöngu eru tveir klefar í mannvirkinu), sérstaklega ef útiliðið hefur þurft að ferðast langa leið til leiks. Heimaliðið gæti þá nýtt aðra aðstöðu, jafnvel þó að ekki sé sturtuaðstaða fyrir hendi.

Ef útilokað er að halda tveggja metra fjarlægðarviðmið í búningsklefum og ekki er hægt að bæta við aðstöðu með öðrum hætti þarf að nota andlitsgrímur.

Spurning:
Hvar á upphitun varamanna að fara fram, aftan við mark eða við hliðarlínu?

Svar:
Mismunandi er eftir leikvöllum hvernig hægt er að útfæra þetta en varamenn mega bæði hita upp aftan við endalínu eða við hliðarlínu. Mikilvægast er að tryggja að liðin hafi hvort sitt upphitunarsvæði fyrir varamenn og að þeir haldi tveggja metra nálægðarviðmið í upphitun.


Spurning:
Verður leikskýrslan aðeins rafræn eða þarf að kvitta undir eins og vanalega?

Svar:
Það verður sami háttur á og verið hefur í sumar, þ.e. að það þarf að undirrita leikskýrslu. Þeir sem undirrita skýrsluna eru hvattir til að nýta sína eigin penna til að fækka snertiflötum og mikilvægt er að sótthreinsa hendur vel. Ef ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð við undirritun skýrslunnar skal bera andlitsgrímu.


Spurning:
Þegar leikir eru í 2. og 3. flokki, þarf þá að auka tímann á milli leikja t.d. A og B liða?

Svar:
Það væri mjög skynsamlegt að reyna að tryggja að nægjanlegur tími sé á milli leikja til að lið sem hafa klárað leik geti farið af svæðinu áður en næstu lið mæta.


Spurning:
Er ætlast til þess að notaðir séu 10 boltar í öllum deildum og flokkum?

Svar:
Krafan um 10 aukabolta í leik er fyrst og fremst gerð til efstu tveggja deilda karla og kvenna. Þar sem lið eru vön að nota færri bolta, t.d. í neðri deildum og í 2. og 3. flokki er heimilt að gera slíkt áfram.


Spurning:
Hvar eiga böruberar að vera staðsettir?

Svar:
Best væri ef böruberar geti verið staðsettir við miðlínu gegnt varamannabekkjum. Þetta á sérstaklega við í þeim tilfellum þar sem varamannabekkir eru staðsettir gegnt áhorfendasvæði og þar með ekki hægt að nota áhorfendasvæðin til að stækka varamannabekkina. Þar sem varamannabekkir eru sömu megin og áhorfendastúkur þyrfti ekki að lengja svæði þeirra eftir hliðarlínunni og gætu böruberar þá verið staðsettir til hliðar við annan varamannabekkinn.


Spurning:
Ef varamannabekkir eru settir upp m.v. 2ja metra reglu milli manna, t.d. með því að setja lausa stóla fyrir framan og til hliðar við núverandi bekki, stækkar svæði það sem tæknilega má túlka sem boðvang. Mega þjálfarar nýta allt svæðið fyrir framan varamannabekki miðað við þessar forsendur.

Svar:
Þjálfurum ber að halda sig inn á því svæði sem er fyrir framan eiginlega varamannabekki (hefðbundinn boðvang) og ættu ekki að nýta sér þau svæði sem bætt hefur verið við til að stækka varamannabekki.


Spurning:
Mega starfsmenn liða koma inn á svæði fjórða dómara til að undirbúa skiptingar eða er blátt bann við því að aðrir en fjórði dómari komi inn í það svæði?

Svar:
Liðsstjórar hafa svigrúm til að vinna á þessu svæði í þeim tilfellum sem þú nefnir en skulu engu að síður ávallt gæta að tveggja metra nálægðarviðmiði


Spurning:
Hver er lágmarksaldur boltasækjara?

Svar:
Boltasækjarar þurfa að vera 16 ára eða eldri (fæddir 2004 eða fyrr).

Spurning:
Verða upphitunarsvæði liða og dómara merkt sérstaklega á leikvöllum?

Svar:
Já það er nauðsynlegt að afmarka sérstaklega upphitunarsvæði dómara svo hægt sé að halda tveggja metra nálægðarviðmiðum í upphitun. Það er á ábyrgð sóttvarnarfulltrúa að sjá til þess að þetta sé gert.


Spurning:
Verður leikskýrslan aðeins rafræn eða þarf að kvitta undir eins og vanalega?

Svar:
Það verður sami háttur á og verið hefur í sumar, þ.e. að það þarf að undirrita leikskýrslu. Þeir sem undirrita skýrsluna eru hvattir til að nýta sína eigin penna til að fækka snertiflötum og mikilvægt er að sótthreinsa hendur vel. Ef ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð við undirritun skýrslunnar skal bera andlitsgrímu.


Spurning:
Er refsivert að brjóta reglur um fögn eða hrækingar, eiga dómarar að spjalda leikmenn ef þeir brjóta gegn þessu?

Svar:
Í leiðbeiningum frá FIFA er sérstaklega kveðið á um að dómurum er óheimilt að spjalda fyrir annað en það sem fjallað er um í knattspyrnulögunum. Dómurum er því ekki heimilt að spjalda leikmenn, þjálfara eða aðra fyrir fögn eða hrækingar.


Spurning:
Er ætlast til þess að upphitun, samstarf og uppsetning samskiptabúnar dómara rýmist allt innan 30 mín?

Svar:
Dómarar hafa sama tíma og áður til undirbúnings. Þeir eru hins vegar minntir á að tryggja að í öllum undirbúningi inni í klefa og utan vallar sé tryggt að tveggja metra nálægðarviðmið séu virt.


Spurning:
Mega starfsmenn liða koma inn á svæði fjórða dómara til að undirbúa skiptingar eða er blátt bann við því að aðrir en fjórði dómari komi inn í það svæði?

Svar:
Liðsstjórar hafa svigrúm til að vinna á þessu svæði í þeim tilfellum sem þú nefnir en skulu engu að síður ávallt gæta að tveggja metra nálægðarviðmiði


Spurning:
Dómarar eiga að vera með grímur þegar farið er yfir búnað leikmanna er þeir ganga til leiks og svo í hálfleik. Er meiningin að dómarar fari svo með grímurnar aftur inn í klefa þegar liðin eru komin út eða ættu dómarar að geyma þær útá velli?

Svar:
Ef hægt er að tryggja tveggja metra nálægðarviðmið þegar gengið er út á leikvöll og í leik ættu dómarar ekki að vera með andlitsgrímur þegar gengið er út og því ætti að vera óhætt að geyma grímurnar inn í klefa á meðan á leik stendur.


Spurning:
Talað er um að dómarar þurfa að ræða við framkvæmdaraðila leiks áður en komið er á leikstað. Hvernig vita dómarar við hvern á að tala hjá hverju félagi og hvenær ætti dómari að hringja í viðkomandi?

Svar:
Hægt er að finna upplýsingar um alla forráðamenn félaga hér á heimasíðu KSÍ. Einnig er hægt að hafa samband við sóttvarnarfulltrúa viðkomandi heimaliðs. Upplýsingar um sóttvarnarfulltrúa eru aðgengilegar hér á heimasíðu KSÍ. Dómarar ættu að hafa samband við heimalið sem fyrst eftir að upplýsingar um dómara leiks eru birtar á vef KSÍ – upplýsingarnar birtast á vef KSÍ daginn fyrir leik.


Spurning:
Er dómurum heimilt að sameinast í bíla ef um lengri ferðir er að ræða, eins og verið hefur?

Svar:
Já dómurum er heimilt að sameinast í bíla en skulu nota andlitsgrímur í bílferð ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarviðmið. Eftirlitsmenn skulu ekki ferðast með dómurum í leiki.

Spurning:
Er hvert lið ábyrgt fyrir því að útvega sér andlitsgrímur til að nota í samræmi við reglurnar?

Svar:
Já, hvert lið ber ábyrgð á að útvega andlitsgrímur fyrir þá sem þær þurfa.


Spurning:
Þarf heimalið að skaffa aðkomuliði grímur eða eiga þeir að mæta með þær sjálfir?

Svar:
Heimalið á ekki að útvega gestaliði grímur.


Spurning:
Mjög erfitt er að framfylgja reglum um grímunotkun í löngum rútuferðum. Eru einhver viðurlög ef ekki er farið eftir þessu.

Svar:
Þessi regla er í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda um að nota skulu andlitsgrímur í öllum rútuferðum sem taka lengri tíma en 30 mínútur. KSÍ mun ekki beita viðurlögum ef ekki er farið eftir þessu en hvetur alla til að fylgja þeim reglum sem eru settar og leggja þannig sitt að mörkum til að lágmarka hættuna á að smit berist á milli fólks.


Spurning:
Þarf fjórði dómari að nota andlitsgrímu á meðan á leik stendur.

Svar:
Ef tryggt er að fjórði dómari hafi nægilegt svæði til að halda tveggja metra nálægðarviðmið í störfum sínum er ekki þörf fyrir hann að nota grímu á meðan á leik stendur.


Spurning:
Er ætlast til að Dómarar mæti með grímur þegar gengið er inn á leikstað?

Svar:
Ef tryggt er að dómarar geti haldið tveggja metra fjarlægð frá öðrum einstaklingum þegar gengið er inn á leikstað þurfa þeir ekki að nota andlitsgrímur. Þegar gengið er til leiks þurfa dómarar ekki að nota andlitsgrímur.


Spurning:
Ættu leikmenn eða dómarar að bera andlitsgrímur í skólanum þar sem það er fjölmennur staður sem ekki er hægt að forðast?

Svar:
Allir þátttakendur í knattspyrnu skulu fylgja þeim reglum sem settar eru hvar sem þeir koma. Mikilvægast er að tryggja tveggja metra nálægðarviðmið eins og kostur er. Þar sem það er ekki hægt ætti að nota andlitsgrímur.


Spurning:
Dómarar eiga að vera með grímur þegar farið er yfir búnað leikmanna er þeir ganga til leiks og svo í hálfleik. Er meiningin að dómarar fari svo með grímurnar aftur inn í klefa þegar liðin eru komin út eða ættu dómarar að geyma þær útá velli?

Svar:
Ef hægt er að tryggja tveggja metra nálægðarviðmið þegar gengið er út á leikvöll og í leik ættu dómarar ekki að vera með andlitsgrímur þegar gengið er út og því ætti að vera óhætt að geyma grímurnar inn í klefa á meðan á leik stendur.


Spurning:
Dómarar eiga að vera með grímur þegar farið er yfir búnað leikmanna er þeir ganga til leiks og svo í hálfleik. Er meiningin að dómarar fari svo með grímurnar aftur inn í klefa þegar liðin eru komin út eða ættu dómarar að geyma þær útá velli?

Svar:
Ef hægt er að tryggja tveggja metra nálægðarviðmið þegar gengið er út á leikvöll og í leik ættu dómarar ekki að vera með andlitsgrímur þegar gengið er út og því ætti að vera óhætt að geyma grímurnar inn í klefa á meðan á leik stendur.


Spurning
Þurfa sjúkraþjálfarar að vera með andlitsgrímu á meðan á leik stendur þar sem þeir geta þurft að hlaupa inn á og vera í minna en 2 metra fjarlægð frá leikmönnum sem þurfa aðhlynningu?

Svar:
Já sjúkraþjálfari sem þarf að vera í mikilli nánd við leikmenn þarf að nota andlitsgrímu í störfum sínum.

Spurning:
Samkvæmt reglunum fær hvort lið 10 sæti í stúku til að nýta fyrir stjórnarmenn, leikmenn úr æfingahópi sem ekki eru á leikskýrslu eða aðra. Mega börn fylgja þessum einstaklingum?

Svar:
Þar sem ekki er um að ræða almenna áhorfendur í þessu tilfelli þá er ekki heimilt að bæta við fleiri einstaklingum við þessa 10 – þó að um sé að ræða börn (fædd 2005 eða síðar)


Spurning:
Mjög margir leikvellir liða í neðri deildum, sem og leikvellir sem notaðir eru fyrir 2. og 3. flokk, eru ekki afgirtir. Þarf að girða leikvellina af fyrir leiki til að halda tilvonandi áhorfendum í öruggri fjarlægð og væri þá kaðall fullnægjandi sem "girðing" og svo gæsla til að varna því að enginn fari yfir hana? 

Svar:
Ekki er þörf á því að girða leikvelli af fyrir leiki í neðri deildum, né í 2. og  3. flokki, séu ekki til staðar girðingar fyrir. Mikilvægast er að tryggja að til staðar séu leiðbeiningar um allar almennar einstaklingsbundnar sóttvarnir og hvetja fólk til að virða það að ekki sé heimilt að vera með áhorfendur á leikjum í þessum leikjum.


Spurning:
Eru börn(2005 og yngri) inní því að mega ekki mæta i stúkuna að horfa?

Svar:
Já það er ekki heimilt að vera með áhorfendur á leikjum.


Spurning:
Á mörgum leikvöllum hefur fólk verið að horfa á leiki úr bílum sínum. Verður þetta bannað?

Svar:
Ekki er þörf á að reka í burtu fólk sem situr í bílum sínum og horfir þaðan á leiki. Félög ættu þó ekki að hvetja fólk til að leggja bílum sínum umhverfis leikvöll nema í góðu samráði við yfirvöld á viðkomandi stað. Mikilvægt er að fólk tryggi það sjálft að ekki séu svo margir í hverjum bíl að ekki sé hægt að halda tveggja metra fjarlægðarviðmiðum.


Spurning:
Mega vera áhorfendur á leikjum yngri flokka, þ.e. 4. flokk og niður

Svar:
Það er ekkert í reglum KSÍ sem bannar áhorfendur á þessum leikjum. En fólk þarf að gæta að tveggja metra nálægðarviðmiðum og öðrum almennum einstaklingsbundnum sóttvörnum. Einnig skal gæta að því að það er bann við samkomum þar sem fleiri en 100 koma saman.

Spurning
Hvernig er með aðgengi ljósmyndara að leikjum? Er þeim heimilt að vera á hliðarlínum eða í boxum að taka myndir (nota andlitsgrímur)?

Svar:
Sérstaklega er fjallað um aðgengi ljósmyndara í kaflanum um fjölmiðla í reglunum. Ljósmyndarar hafa aðgang að svæði 1 en ef nokkur kostur er ættu þeir ekki að nota sama inngang og liðin. Ef þeir nota sama inngang skal tryggja að leiðir ljósmyndara og leikmanna skarist ekki þegar komið er inn í mannvirkið.

Vinnusvæði ljósmyndara á meðan á upphitun og leik stendur er eingöngu á afmörkuðu svæði við enda leikvallar. Ljósmyndarar mega ekki færa sig á milli enda á meðan á leik stendur og ættu aldrei að ganga í gegnum tæknisvæði/boðvang. Ljósmyndarar hafa ekki heimild til að fara inn á svæði 2 (áhorfendasvæði) þegar þeir eru komnir inn á tæknisvæðið (svæði 1).

Þar sem eingöngu er svigrúm til að gefa þremur ljósmyndurum aðgang að hverjum leik er mjög mikilvægt að hafa samband við sóttvarnarfulltrúa eða fjölmiðlafulltrúa heimaliðs til að óska eftir aðgangi.

Lagt er til að félög sótthreinsi klefa með vottuðum efnum og tækjum í síðasta lagi 4 klukkustundum fyrir leik og sóttvarnarfulltrúi félagsins sé upplýstur um tímasetningar. Tryggja þarf að sótthreinsunin sé vel gerð og allir snertifletir þrifnir vel og því er lagt til að félög/vallarstjórnendur sæki sér upplýsingar og þekkingu um meðhöndlun og framkvæmd sótthreinsunar hjá fyrirtækjum sem sjá um sölu og notkun slíkra efna,

Ef upp kemur smit hjá félagi er mælst til þess að félög fái fyrirtæki sem sérhæfi sig í slíku til þess að framkvæma hreinsun á svæði félagsins og fá staðfestingu þess efnis frá fyrirtækinu til að framvísa til sóttvarnarfulltrúa gestaliðs,

Sem dæmi um fyrirtæki sem framkvæma slíkar hreinsanir má nefna Dagar, Aþ-þrif, Sanondaf og Hreint.

Ef félög lenda í vandræðum hefur Ásgeir Ásgeirsson stjórnarmaður hjá KSÍ boðist til að ráðleggja félögum varðandi sótthreinsun. Þess má geta að Ásgeir er eigandi Takk hreinlætis. Hægt er að hafa samband við Ásgeir í síma 693-6580 eða á asgeir@takk.is.

Í samræmi við leiðbeiningar um framkvæmd leikja og Covid-19 verður framkvæmd verðlaunaafhendinga ekki með hefðbundnum hætti. Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19.
Fulltrúar KSÍ sem handleika bikar og/eða poka með verðlaunapeningum klæðast hönskum við framkvæmd verðlaunaafhendingar.

Leikir þar sem er sjónvarpssending

 • Fulltrúar KSÍ koma bikarnum og verðlaunapeningum á leikstað, og bíða leiksloka á viðeigandi stað m.t.t. sóttvarna.
 • Heimalið útvegar borð undir bikar og KSÍ-poka með verðlaunapeningum, staðsett þeim megin vallarins sem hentar fyrir útsendingaraðila sjónvarps.
 • Fulltrúi KSÍ sótthreinsar bikarinn þegar hann er settur á borðið.
 • Einungis leikmenn og liðsstjórn taka þátt í verðlaunaafhendingu. Liðið stillir sér upp, viðeigandi bil milli manna.
 • Fulltrúi KSÍ hengir ekki verðlaunapeninga um háls leikmanna og annarra fulltrúa liðsins, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja KSÍ-pokann með verðlaunapeningum á borðið og afhenda liðinu eftir bikarafhendingu.
 • Fulltrúi KSÍ afhendir liðinu ekki bikarinn, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja hann á borðið. Mælst til þess að bikarinn gangi ekki á milli leikmanna/liðsstjórnar eftir afhendingu.
 • Myndataka, eins og við á.

Aðrir leikir

 • Fulltrúar KSÍ koma bikarnum og verðlaunapeningum á leikstað, og bíða leiksloka á viðeigandi stað m.t.t. sóttvarna.
 • Fulltrúi KSÍ sótthreinsar bikarinn.
 • Einungis leikmenn og liðsstjórn taka þátt í verðlaunaafhendingu. Liðið stillir sér upp, viðeigandi bil milli manna.
 • Fulltrúi KSÍ hengir ekki verðlaunapeninga um háls leikmanna og annarra fulltrúa liðsins, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja KSÍ-pokann með verðlaunapeningum á borðið og afhenda liðinu eftir bikarafhendingu.
 • Fulltrúi KSÍ afhendir liðinu ekki bikarinn, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja hann. Mælst til þess að bikarinn gangi ekki á milli leikmanna/liðsstjórnar eftir afhendingu.
 • Myndataka, eins og við á.