Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2018

Stjarnan - Breiðablik
Laugardaginn 15. september 2018

Leikurinn hefst kl. 19:15 en stúkan verður opnuð kl. 18:15.

Miðasala er hafin á Tix Miðasölu og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.

Dómarar leiksins.

  • Dómari: Þóroddur Hjaltalín
  • Aðstoðardómari 1: Frosti Viðar Gunnarsson
  • Aðstoðardómari 2: Eðvarð Eðvarðsson 
  • Fjórði dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
  • Auka aðstoðardómari 1: Sigurður Hjörtur Þrastarson
  • Auka aðstoðardómari 2: Jóhnn Ingi Jónsson 
  • Eftirlitsmaður: Þórður Ingi Guðjónsson

Um bikarkeppni KSÍ

Bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960 og er Mjólkurbikarinn í ár því 59. bikarkeppnin frá upphafi.  Fyrstu árin fór keppnin að mestu fram á haustin og jafnvel inn á vetrarmánuðina og var þá jafnan leikið á Melavellinum í Reykjavík. Síðan árið 1975 hefur úrslitaleikurinn hins vegar farið fram á Laugardalsvelli.

Sigursælasta liðið í bikarkeppni KSÍ frá upphafi er KR. Alls hafa KR-ingar unnið bikarinn 14 sinnum.  Næstir koma Valsmenn með 11 og Skagamenn með 9 bikarsigra og þá Framarar með 8 bikarmeistaratitla. ÍBV hefur unnið titilinn 5 sinnum, Keflavík 4 sinnum, FH og Fylkir tvisvar. Breiðablik, ÍBA, og Víkingur R. hafa unnið 1 bikarmeistaratitil hvert félag.

Fyrri viðureignir félaganna í bikarkeppni KSÍ

Af 55 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár eru aðeins 2 bikarleikir.

Sá fyrri, sem jafnframt var fyrsti mótsleikur liðanna, var í undankeppni bikarkeppninnar 22. ágúst 1970. Leikið var á Melavellinum, heimavelli Breiðabliks á þeim tíma. Leiknum lauk með 11-0 stórsigri Breiðabliks.

Síðari bikarleikur Breiðabliks og Stjörnunnar var í 2. umferð á Kópavogsvelli í júní 1979. Leiknum lauk með 3-1 sigri Breiðabliks. Mörk Blika skoruðu Þór Hreiðarsson (2) og Sigurjón Rannversson, en Sigurjón er faðir Olivers Sigurjónssonar sem leikur nú með Blikum. Það var Guðjón Sveinsson sem gerði mark Stjörnumanna. 

Leikmannahópur Stjörnunnar

Leikmannahópur Breiðabliks
 

Viðureignir félaganna í deild og bikar síðustu 5 ár. Smellið hér til að sjá meira um þá leiki.

Myndir: Fótbolti.net