Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019

Víkingur R. - FH
Laugardaginn 14. september 2019

Leikurinn hefst kl. 17:00 en stúkan verður opnuð kl. 16:00.

Miðasala er í gangi hjá Tix Miðasölu og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.

Um bikarkeppni KSÍ

Bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960 og er Mjólkurbikarinn í ár því 60. bikarkeppnin frá upphafi.  Fyrstu árin fór keppnin að mestu fram á haustin og jafnvel inn á vetrarmánuðina og var þá jafnan leikið á Melavellinum í Reykjavík. Síðan árið 1975 hefur úrslitaleikurinn hins vegar farið fram á Laugardalsvelli.

Sigursælasta liðið í bikarkeppni KSÍ frá upphafi er KR. Alls hafa KR-ingar unnið bikarinn 14 sinnum.  Næstir koma Valsmenn með 11 og Skagamenn með 9 bikarsigra og þá Framarar með 8 bikarmeistaratitla. ÍBV hefur unnið titilinn 5 sinnum, Keflavík 4 sinnum, FH og Fylkir tvisvar. Breiðablik, ÍBA, Stjarnan og Víkingur R. hafa unnið 1 bikarmeistaratitil hvert félag.

Fyrri viðureignir félaganna í bikarkeppni KSÍ

Af 64 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár eru aðeins tveir bikarleikir.

Fyrri leikurinn fór fram 20. júlí 1988 á Kaplakrikavelli í 8 liða úrslitum. Víkingur R. vann þann leik 2-0.

Seinni leikurinn fór fram 2. júlí 2006 þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í 16 liða úrslitum keppninnar. Víkingar fóru þar með sigur af hólmi, 2-1, með tveimur mörkum frá Höskuldi Eiríkssyni. Mark FH skoraði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson. 

Bikarmeistarar frá upphafi

Upphitun félaga fyrir leikinn

Víkingur R. verður með upphitun fyrir sína stuðningsmenn í Víkinni og hefst hún kl. 14:00.

FH verður með upphitun fyrir sína stuðningsmenn í Kaplakrika og hefst hún kl. 14:00.

Dómarar leiksins

Dómar - Pétur Guðmundsson

Aðstoðardómarar - Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson

Fjórði dómari - Ívar Orri Kristjánsson

Leikmannahópur Víkings R.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leikmannahópur FH

 

 

 

 

 

 

 

Viðureignir félaganna í deild og bikar síðustu 5 ár. Smellið hér til að sjá meira um þá leiki.

Myndir: Fótbolti.net