Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2022

FH - Víkingur R.
Laugardaginn 1. október 2022

Leikurinn hefst kl. 16:00 en stúkan verður opnuð kl. 15:00.

Miðasala er í gangi hjá Tix Miðasölu og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.

Um bikarkeppni KSÍ

Bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960 og er Mjólkurbikarinn í ár því 63. bikarkeppnin frá upphafi.  Fyrstu árin fór keppnin að mestu fram á haustin og jafnvel inn á vetrarmánuðina og var þá jafnan leikið á Melavellinum í Reykjavík. Síðan árið 1975 hefur úrslitaleikurinn hins vegar farið fram á Laugardalsvelli.

Sigursælasta liðið í bikarkeppni KSÍ frá upphafi er KR. Alls hafa KR-ingar unnið bikarinn 14 sinnum.  Næstir koma Valsmenn með 11 og Skagamenn með 9 bikarsigra og þá Framarar með 8 bikarmeistaratitla. ÍBV hefur unnið titilinn 5 sinnum, Keflavík 4 sinnum, Víkingur R. þrisvar, FH og Fylkir tvisvar. Breiðablik, ÍBA og Stjarnan hafa unnið 1 bikarmeistaratitil hvert félag.

Fyrri viðureignir félaganna í bikarkeppni KSÍ

Af 73 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár eru þrír bikarleikir og hefur Víkingur R. unnið alla þrjá.

Fyrsta viðureignin var í Mjólkurbikarnum árið 1988 á Kaplakrikavelli. Víkingur R. vann þann leik 2-0. Næst mættust liðin árið 2006 þar sem Víkingur R. vann 2-1 á Kaplakrikavelli. Síðasta viðureignin var svo í úrslitum bikarkeppninnar árið 2019. Þar vann Víkingur R. 1-0 sigur.

Bikarmeistarar frá upphafi

Leið liðanna í bikarúrslitin

FH

32 liða úrslit - FH - Kári 3-0

16 liða úrslit - FH - ÍR 6-1

8 liða úrslit - Kórdrengir - FH 2-4

Undanúrslit - FH - KA 2-1

Víkingur R.

32 liða úrslit - Haukar - Víkingur R. 0-7

16 liða úrslit - Selfoss - Víkingur R. 0-6

8 liða úrslit - Víkingur R. - KR 5-3

Undanúrslit - Breiðablik - Víkingur R. 0-3

Heiðursgestir

FH

Daði Lárusson

Daði Lárusson, fyrrum markvörður FH, var fyrirliði fyrsta bikarmeistaraliðs FH árið 2007. Daði spilaði tæpa 200 leiki fyrir FH í efstu deild og bikar og hann lék einnig þrjá A-landsleiki á sínum ferli. Hann er uppalinn FH-ingur og hélt tryggð við félagið í blíðu og stríðu og var einn allra besti markmaður landsins í fjölda ára og stór partur af sigurgöngu FH-inga á fyrsta áratug þessarar aldar.

Víkingur R.

Anton Örn Kærnested

Anton Örn er heiðursfélagi í Víking R., var formaður Knattspyrnudeildar Víkings á árunum 1966-1969 og formaður Knattspyrnufélagsins Víkings á árunum 1980-1982 en á þeim árum hélt félagið á Íslandsmeistaratitlum í handknattleik og knattspyrnu karla.

Hann leiddi nýverið hóp manna sem fjármagnaði uppsetningu handriða í stúkunni á Víkingsvelli til að auðvelda aðgengi  en hann er mikill baráttumaður fyrir bættu aðgengi á knattspyrnuvöllum landsins.

Anton Örn er einn fjölmargra Víkinga sem ávallt ber hag félagsins fyrir brjósti og er hér í dag sem fulltrúi sjálfboðaliðanna í félaginu.

Upphitanir félaganna

FH

Í Kaplakrika frá kl. 12:00.


Víkingur R.

Í Safamýri frá kl. 11:00.Dómarar

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson

AD1: Birkir Sigurðarson

AD2: Egill Guðvarður Guðlaugsson

4. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Eftirlitsmaður: Frosti Viðar Gunnarsson


Viðureignir félaganna í deild og bikar síðustu 5 ár. Smellið hér til að sjá meira um þá leiki.

Myndir: Mummi Lú