Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna 2022

Breiðablik - Valur

62 ár eru síðan bikarkeppni KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1960 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok tímabils en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 27. ágúst.

Miðasala fer fram á tix.is

Miðasala fyrir Breiðablik

Miðasala fyrir Val

Miðaverð

Fullorðnir - 2000 krónur

Frítt fyrir 16 ára og yngri

Sigurvegarar í bikarkeppni KSÍ

Valur (13)
Breiðablik (13)
ÍA (4)
KR (4)
Stjarnan (3)
ÍBV (2)
Selfoss (1)

Leið liðanna í bikarúrslitin

Breiðablik

16 liða úrslit - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir - Breiðablik 1-4

8  liða úrslit - Breiðablik - Þróttur R. 3-1

Undanúrslit - Selfoss - Breiðablik 0-2

Valur

16 liða úrslit - Tindastóll - Valur 1-4

8 liða úrslit - Valur - KR 3-0

Undanúrslit - Stjarnan - Valur 1-3

Heiðursgestir

Breiðablik

Ingibjörg Hinriksdóttir

Þeir eru fáir Blikarnir sem ekki þekkja til Ingibjargar. Hún er einn ötulasti stuðningsmaður kvennaknattspyrnu hjá félaginu og á Íslandi öllu og á sinn þátt í velgengni félagsins á því sviði. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín til að mynda silfurmerki ÍSÍ, gullmerki KSÍ, UMSK og Breiðabliks. 

Ingibjörg hefur starfað í mörgum nefndum innan hreyfingarinnar, hún var í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks 1984-1986 og 2010-2012, svo í aðalstjórn félagsins 1992 – 1994. Hún var í meistaraflokks ráði kvenna í fjölda ára þar sem hún sinnti ýmsum störfum á árunum 1985-2005, þar á meðal var hún formaður um tíma. Ásamt því að vera sannur Bliki var hún í stjórn KSÍ árin 2002-1010 ásamt því að sinna nefndarstörfum innan KSÍ á árunum 2000-2010.

Ingibjörg er góður talsmaður félagsins og áhugasöm um hagsmuni þess alla.

Stuðningur Ingibjargar við Breiðablik er ómetanlegur, takk Ingibjörg!

Valur

Laufey Ólafsdóttir

Laufey Ólafsdóttir hóf ung að spila fótbolta með Val og spilaði fyrsta meistaraflokksleik sinn sumarið 1996, þá 15 ára gömul. Hún lék alls 134 leiki fyrir Val, þann síðasta sumarið 2011. Laufey var mjög sigursæll leikmaður, varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum með Val og fjórum sinnum bikarmeistari með félaginu. Þá fagnaði hún einnig titlum með liði Breiðabliks. Laufey spilaði 26 A-landsleiki á ferlinum og 37 leiki með yngri landsliðum Íslands.


Viðureignir félaganna í bikar síðustu 5 ár. Smellið hér til að sjá meira um þá leiki.


Dómarar leiksins

Aðaldómari - Einar Ingi Jóhannsson

Aðstoðardómarar - Oddur Helgi Guðmundsson og Jakub Marcin Róg

Varadómari - Egill Arnar Sigurþórsson

Eftirlitsmaður KSÍ - Hjalti Þór Halldórsson

Aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni kvenna

Ár Leikur Fjöldi áhorfenda
2021 Breiðablik - Þróttur R. 2.385
2019 Selfoss - KR 1.887
2018 Stjarnan - Breiðablik 1.808
2017 Stjarnan - ÍBV 1.015
2016 Breiðablik - ÍBV 2.042
2015 Stjarnan - Selfoss 2.435 (met)
2014 Selfoss - Stjarnan 2.011 (met)
2013 Breiðablik - Þór/KA 1.605 (met)
2012 Valur - Stjarnan 1.272
2011 KR - Valur 1.121
2010 Stjarnan - Valur 1.449
2009 Valur - Breiðablik 1.158
2008 Valur - KR 1.019
2007 Keflavík - KR 757
2006 Breiðablik - Valur 819
2005 Breiðablik - KR 743
2004 ÍBV - Valur 735
2003 ÍBV - Valur 1.027
2002 KR - Valur 729
2001 Breiðablik - Valur 867
2000 KR - Breiðablik 809
1999 KR - Breiðablik 834
1998 Breiðablik - KR 524
1997 Breiðablik - Valur 379
1996 Breiðablik - Valur 510
1995 KR - Valur 350
1994 KR - Breiðablik 590