Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna 2023

Víkingur R. - Breiðablik

42 ár eru síðan bikarkeppni kvenna KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1981 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok tímabils en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar kvenna á Laugardalsvelli föstudaginn 11. ágúst.

Miðasala fer fram á tix.is

Miðasala fyrir Víking R.

Miðasala fyrir Breiðablik

Miðaverð

Fullorðnir - 2000 krónur

16 ára og yngri - 500 krónur

Sigurvegarar í bikarkeppni KSÍ

Valur (14)
Breiðablik (13)
ÍA (4)
KR (4)
Stjarnan (3)
ÍBV (2)
Selfoss (1)

Leið liðanna í bikarúrslitin

Víkingur R.

1. umferð - Víkingur R. - Smári 14-0

2. umferð - Víkingur R. - Augnablik 2-0

16 liða úrslit - KR - Víkingur R. 1-4

8  liða úrslit - Víkingur R. - Selfoss 2-1

Undanúrslit - FH - Víkingur R. 1-2

Breiðablik

16 liða úrslit - Breiðablik - Fram 7-0

8 liða úrslit - Þróttur R. - Breiðablik 0-3

Undanúrslit - Stjarnan - Breiðablik 1-1, (1-4 Víti)

Heiðursgestir

Heiðursgestur Víkings:

Jensína Guðrún Magnúsdóttir 

Heiðursfélagi Víkings frá árinu 2004. Hefur starfað fyrir félagið um áratugaskeið, verið í stjórnum handknattsleiks-og skíðadeilda félagsins og borið hag félagsins fyrir brjósti alla tíð.

Mætir enn á flesta leiki og lætur sér fátt óviðkomandi er varðar félagið enda brunnur visku og reynslu þegar kemur að rekstri íþróttafélags.

Heiðursgestur Breiðabliks:

Benedikt Þór Guðmundsson

Benedikt, eða Benni eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur verið viðriðinn Breiðablik nánast frá fæðingu og hlaut hann Gullblika viðurkenningu félagsins árið 2020

Hann var einn af efnilegustu knattspyrnumönnum Breiðabliks en vegna meiðsla þurfti hann að leggja skóna á hilluna allt of snemma.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk hefur Benni verið óþreytandi í starfi fyrir félagið jafnt karla sem kvennameginn.
Benni er ætíð reiðubúinn að leggja hönd á plóg og er ómetanleg stoð og stytta fyrir félagið.

Upphitanir félaganna

Víkingur R.

Víkingsheimilið Safamýri, klukkan 16:00


Breiðablik

Þróttarheimilið, klukkan 16:30


Félögin eiga einungis átta fyrri viðureignir og vour þær allar á 9.  áratugnum í efstu deild kvenna. Frekari upplýsingar um fyrri viðureignir félaganna má nálgast hér.


Dómarar leiksins

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson

Aðstoðardómarar: Ragnar Þór Bender og Patrik Freyr Guðmundsson

Fjórði dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir

Eftirlitsmenn: Ólafur Ingi Guðmundsson og Þórður Ingi Guðjónsson

Aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni kvenna

Ár Leikur Fjöldi áhorfenda
2022 Breiðablik - Valur 1652
2021 Breiðablik - Þróttur R. 2.385
2019 Selfoss - KR 1.887
2018 Stjarnan - Breiðablik 1.808
2017 Stjarnan - ÍBV 1.015
2016 Breiðablik - ÍBV 2.042
2015 Stjarnan - Selfoss 2.435 (met)
2014 Selfoss - Stjarnan 2.011 (met)
2013 Breiðablik - Þór/KA 1.605 (met)
2012 Valur - Stjarnan 1.272
2011 KR - Valur 1.121
2010 Stjarnan - Valur 1.449
2009 Valur - Breiðablik 1.158
2008 Valur - KR 1.019
2007 Keflavík - KR 757
2006 Breiðablik - Valur 819
2005 Breiðablik - KR 743
2004 ÍBV - Valur 735
2003 ÍBV - Valur 1.027
2002 KR - Valur 729
2001 Breiðablik - Valur 867
2000 KR - Breiðablik 809
1999 KR - Breiðablik 834
1998 Breiðablik - KR 524
1997 Breiðablik - Valur 379
1996 Breiðablik - Valur 510
1995 KR - Valur 350
1994 KR - Breiðablik 590