Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna 2024
Valur - Breiðablik
43 ár eru síðan bikarkeppni kvenna KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1981 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok tímabils en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar kvenna á Laugardalsvelli föstudaginn 16. ágúst.
Miðasala fer fram á tix.is
Miðasala fyrir leikinn fer fram á Tix.is
Miðaverð
Fullorðnir - 2500 krónur (hækkar í kr. 3.000 á leikdag).
16 ára og yngri - 500 krónur
Sigurvegarar í bikarkeppni KSÍ
Valur (14)
Breiðablik (13)
ÍA (4)
KR (4)
Stjarnan (3)
ÍBV (2)
Selfoss (1)
Víkingur R. (1)
Leið liðanna í bikarúrslitin
Valur
16 liða úrslit - Valur - Fram 8-0
8 - liða úrslit - Grindavík - Valur 0-6
Undanúrlsit - Valur - Þróttur R. 3-0
Breiðablik
16 liða úrslit - Stjarnan - Breiðablik 3-4
8 liða úrslit -Breiðablik - Keflavík 5-2
Undanúrslit - Þór/KA - Breiðablik 1-2
Heiðursgestir
Valur
Bára Bjarnadóttir
Heiðursgestur Vals, Bára Bjarnadóttir, tengdist kvennafótboltanum í Val á árinu 1995, og hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá í næstum þrjá áratugi við hin ýmsu tilfallandi störf. Bára hefur starfað í foredraráðum yngri flokka stelpna en tvær dætur hennar æfðu og spiluðu fótbolta með Val. Þá átti hún um tíma sæti í Barna- og unglingaráði Vals sem bar ábyrgð á rekstri yngri flokka félagsins og síðar í kvennaráði sem starfar fyrir meistarflokk kvenna í umboði stjórnar knattspyrnudeildar. Þar sinnir Bára fjölbreyttu starfi, gefur stelpunum að borða af og til og passar börn leikmanna þegar þess þarf. Öflugir sjálfboðaliðar eins og Bara Bjarnadóttir gera starfið í kringum kvennaboltan auðveldara.
Breiðablik
Kristjana Ólafsdóttir og Sigurður Steinþósson
Eigendur Gull og Silfurs, hjónin Sigurður G. Steinþórsson og Kristjana J. Ólafsdóttir eru partur af frumkvöðlum í kvennaknattspyrnu á Íslandi enda tóku þau, ásamt fleirum Blikum, þátt í uppbyggingu á stærsta knattspyrnumóti ungra stelpna á Íslandi. Gull og Silfur mótið (síðar Símamótið) var styrkt af hjónunum sextán fyrstu árin sem mótið var haldið. Þetta mót hefur vaxið og dafnað í 40 ár og hefur gríðarlegt mikilvægi í lífi ungra knattspyrnustelpna. Flestar landsliðskonur Íslands hafa tekið sín fyrstu skref í knattspyrnu á þessu móti og nokkuð víst að margar af þeim sem taka þátt í leiknum í dag stigu sín fyrstu skref á mótinu.
Við erum gríðarlega stolt af þessu móti og teljum að Gull- og silfurmótið hafi lagt grunninn að þeim árangri sem bæði Breiðablik og knattspyrna kvenna á Íslandi hefur náð á síðustu fjórum áratugum. Gull- og silfurmótið og síðar Símamótið er eitt stærsta kvennamótið á Íslandi.
Upphitanir félaganna
Breiðablik
Þróttarheimilið klukkan 16:30
Félögin eiga langa sögu viðureigna sem stendur jöfn eins og staðan er núna. Valur hefur unnið 67 viðureignir, Breiðablik hefur unnið 67 viðureignir og hafa liðin skilið jöfn 22. Frekari upplýsingar um fyrri viðureignir félaganna má nálgast hér.
Dómarar leiksins
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Þórður Arnar Árnason
Fjórði dómari: Twana Khalid Ahmed
Eftirlitsmenn KSÍ: Bryndís Sigurðardóttir og Jón Magnús Guðjónsson
Aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni kvenna
Ár | Leikur | Fjöldi áhorfenda |
---|---|---|
2024 | Valur-Breiðablik | 1.451 |
2023 | Víkingur R. - Breiðablik | 2.578 (met) |
2022 | Breiðablik - Valur | 1.652 |
2021 | Breiðablik - Þróttur R. | 2.385 |
2019 | Selfoss - KR | 1.887 |
2018 | Stjarnan - Breiðablik | 1.808 |
2017 | Stjarnan - ÍBV | 1.015 |
2016 | Breiðablik - ÍBV | 2.042 |
2015 | Stjarnan - Selfoss | 2.435 (met) |
2014 | Selfoss - Stjarnan | 2.011 (met) |
2013 | Breiðablik - Þór/KA | 1.605 (met) |
2012 | Valur - Stjarnan | 1.272 |
2011 | KR - Valur | 1.121 |
2010 | Stjarnan - Valur | 1.449 |
2009 | Valur - Breiðablik | 1.158 |
2008 | Valur - KR | 1.019 |
2007 | Keflavík - KR | 757 |
2006 | Breiðablik - Valur | 819 |
2005 | Breiðablik - KR | 743 |
2004 | ÍBV - Valur | 735 |
2003 | ÍBV - Valur | 1.027 |
2002 | KR - Valur | 729 |
2001 | Breiðablik - Valur | 867 |
2000 | KR - Breiðablik | 809 |
1999 | KR - Breiðablik | 834 |
1998 | Breiðablik - KR | 524 |
1997 | Breiðablik - Valur | 379 |
1996 | Breiðablik - Valur | 510 |
1995 | KR - Valur | 350 |
1994 | KR - Breiðablik | 590 |