Ársþing 2020

Fjórir leikmenn A kvenna heiðraðir

Fjórir leikmenn A landsliðs kvenna voru heiðraðir á 74. ársþingi KSÍ, en um er að ræða leikmenn sem hafa náð þeim árangri undanfarið að leika 100 landsleiki með liðinu.

74. ársþingi KSÍ lokið

74. ársþingi KSÍ er lokið, en það var haldið í Klifi, Ólafsvík. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og er hægt að lesa um afgreiðslu þeirra hér á síðu KSÍ.

Háttvísisviðurkenningar á 74. ársþingi KSÍ

Á 74. ársþingi KSÍ voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni. Dragostytturnar eru veittar í Pepsi-deild karla og Inkasso deildinni en sérstök háttvísiverðlaun í öðrum deildum.

Völsungur hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ

Íþróttafélagið Völsungur hefur mörg undanfarin ár unnið framúrskarandi uppeldisstarf í yngri flokkum félagsins, bæði hjá stúlkum og drengjum, svo eftir er tekið.

FH hlýtur Dómaraverðlaun KSÍ

Dómaraverðlaun KSÍ hlýtur FH. Lykillinn að góðu starfi þegar kemur að dómaramálum hjá FH er dugnaður og eljusemi dómarastjóra félagsins Steinars Stephensen sem brennur fyrir málaflokkinn.

128,5 milljóna framlag til aðildarfélaga 2020

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2019 voru rúmar 1.500 mkr., eða um 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarkostnaður var einnig hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða tæplega 1.459 mkr.

Framboð til stjórnar KSÍ

Framboðsfrestur til stjórnar KSÍ rann út um helgina, en 74. ársþing KSÍ fer fram í Ólafsvík 22. febrúar.

Málþing föstudaginn 21. febrúar

Málþing í tengslum við ársþing KSÍ 2020 fer fram í Safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 21. febrúar frá kl. 17:00-19:00.