• mið. 05. júl. 2000
  • Lög og reglugerðir

Kærumál í D riðli 3. deildar karla

Knattspyrnudómstóll Austurlands hefur tekið fyrir kæru Neista D. á hendur Leikni F. vegna leiks félaganna í D riðli 3. deildar sem fram fór á Djúpavogsvelli 19. júní sl. og lyktaði með sigri Leiknis 2 - 1. Neisti taldi að þjálfari Leiknis, Rafal Ulatowski, hefði stýrt liði sínu þrátt fyrir að hann væri í leikbanni og kærði því Leikni til Knattspyrnudómstóls Austurlands og krafðist þess að þeim yrði úrskurðaður 3 - 0 sigur í leiknum.

Dómur Knattspyrnudómstóls Austurlands