• fim. 17. ágú. 2000
  • Landslið

Tvær breytingar frá leiknum við Þýskaland

Logi Ólafsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Úkraínu í dag. Hann gerði tvær breytingar á liðinu frá leiknum við Þýskaland í síðustu viku. Guðlaug Jónsdóttir kemur inn í stað Rakelar Logadóttur og Olga Færseth í stað Ásgerðar Ingibergsdóttur. Rósa J. Steinþórsdóttir, Val, er í leikbanni en hún fékk sitt annað gula spjald í leiknum gegn Þýskalandi á dögunum.

Markvörður: Þóra Helgadóttir.

Varnarmenn: Helga Ósk Hannesdóttir, Íris Sæmundsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Erla Hendriksdóttir.

Tengiliðir: Rakel Ögmundsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir.

Framherjar: Olga Færseth og Ásthildur Helgadóttir.

Varamenn: María B. Ágústsdóttir, Ásgerður Ingibergsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Elín S. Þorsteinsdóttir og Rakel Logadóttir.

Fari íslenska liðið með sigur af hólmi mætir það Englendingum í aukakeppni um sæti í úrslitum Evrópukeppninnar að ári. Ef tap eða jafntefli verður leikur Ísland líklega gegn Hvíta-Rússlandi um fall í annan styrkleikaflokk.