• þri. 20. feb. 2001
  • Fræðsla

Aftanlæristognanir - Fyrirbyggjandi aðgerðir

Mánudaginn 26. febrúar næstkomandi verður haldinn fundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn aftanlæristognunum, sem eru algengustu meiðslin í knattspyrnu á Íslandi og í Noregi. Roald Bahr, prófessor í íþróttameiðslum við Norges Idrettshøgskole og forstöðumaður Oslo Sports Trauma Research Center mun kynna þessar fyrirbyggjandi aðgerðir, sem byggðar eru á niðurstöðum rannsókna í Noregi og á Íslandi. Vonast er til að sem flestir þjálfarar, sjúkraþjálfarar og aðstoðarmenn þeirra sjái sér fært að mæta. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá