• fös. 23. mar. 2001
  • Landslið

U21 Búlgaría - Ísland 1-0

U21 lið karla beið lægri hlut gegn Búlgaríu, 1-0, í undankeppni EM í dag. Leikið var í Vratza, sem er um 100 km frá höfuðborg Búlgaríu, Sofiu. Aðstæður í Vratza voru kjörnar til knattspyrnuiðkunar, 15 stiga hiti, sól og smá gola og voru áhorfendur um 3.000 talsins. Eina mark leiksins kom á 13. mínútu eftir aukaspyrnu við vítateig Íslands. Búlgarar voru sterkari í fyrri hálfleik, en jafnræði var með liðunum í þeim seinni. Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:

Markvörður: Ómar Jóhannsson.

Aðrir leikmenn: Páll Almarsson, Bjarni Geir Viðarsson, Indriði Sigurðsson (fyrirliði), Grétar Rafn Steinsson, Baldur Aðalsteinsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Helgi Valur Daníelsson, Þórarinn Kristjánsson, Guðmundur Steinarsson, Veigar Páll Gunnarsson.

Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Árni Kristinn Gunnarsson, Guðmundur Mete, Ray Anthony Jónsson, Orri Freyr Hjaltalín (Árni, Ray og Orri komu inn á í seinni hálfleik).

Hópur Íslands - U21 lið