• fim. 05. apr. 2001
  • Fræðsla

Íslandsleikar þroskaheftra í knattspyrnu 7. apríl

Dagana 2. - 8. apríl er haldin fyrsta "Knattspyrnuvika þroskaheftra" í Evrópu - Special Olympics European football week, þar sem rúmlega 4 þúsund þroskaheftir knattspyrnumenn og -konur frá 30 löndum spreyta sig í íþróttinni.

Knattspyrnuvika þessi er er liður í átaki Special Olympics að auka fjölda þeirra þroskaheftu einstaklinga sem íþróttina stunda í Evrópu. Special Olympics eru alþjóðasamtök þroskaheftra íþróttamanna og er Íþróttasamband Fatlaðra fulltrúi samtakanna hér á landi.

Laugardaginn 7. apríl næstkomandi fara fram svokallaðir Íslandsleikar þroskaheftra í knattspyrnu. Leikið verður í Laugardalshöll og hefjast leikar kl. 10:00 með sameiginlegri upphitun allra þátttakenda undir stjórn Magnúsar Gylfasonar, þjálfara U17 landsliðs karla. Leikið verður í 5 manna liðum á tveimur getustigum - flokki getumeiri og getuminni. Einnig verður bryddað upp á nýjung í einstaklingskeppni sem kynnt verður á mótsstað. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, og Atli Eðvaldsson, þjálfari A landsliðs karla, munu sjá um verðlaunaafhendingu.

Skoða nánar