• fös. 27. júl. 2001
  • Landslið

NM U21 kvenna: Góð frammistaða gegn Þýskalandi

U21 landslið kvenna lék í dag gegn Þjóðverjum á Opna Norðurlandamótinu, en leikið var á Raufoss Stadion. Stúlkurnar voru ákveðnar í að rífa sig upp eftir að hafa tapað 3-0 gegn Bandaríkjunum á miðvikudag og byrjunin lofaði góðu. Elín Anna Steinarsdóttir náði forystunni fyrir Ísland á 29. mínútu og flest virtist benda til þess að forystan mnyndi haldast til leikhlés, en tvö mörk frá þýsku stúlkunum á lokamínútum fyrri hálfleiks breyttu því. Þær þýsku bættu svo við þriðja markinu á 73. mínútu og þar við sat, þýska liðið fór með sigur af hólmi, 3-1, en frammistaða íslensku stúlknanna engu að síður góð.

Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Fylgjast má með úrslitum leikja og stöðu riðla í mótinu á www.ksi.is undir Mótamál / Mót. Einnig má fylgjast með beinni útsendingu frá leikjunum á heimasíðu norska knattspyrnusambandsins (smellið á Live hægra megin á síðunni).

Hópurinn | Dagskrá