• fim. 24. jan. 2002
  • Landslið

Dregið í riðla EM U17 og EM U19

Í dag var dregið í riðla í undankeppni Evrópumóts U17 og U19 landsliða karla og fór drátturinn fram "í beinni" á www.uefa.com. Í báðum keppnum eru fjögur lið í hverjum riðli og fara efstu tvö liðin áfram í milliriðla, en riðlarnir eiga að fara fram á tímabilinu 1. ágúst til 31. október. U17 lenti í riðli með Ísrael, Armeníu og Sviss, en U19 leikur gegn Júgóslavíu, Slóveníu og Skotlandi. Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri, og Atli Eðvaldsson A-landsliðsþjálfari voru viðstaddir dráttinn í dag og verða einnig viðstaddir þegar dregið verður í riðla fyrir EM A-landsliða karla 2004 á föstudag.

EM U17 karla | EM U19 karla