• mið. 09. apr. 2003
  • Leyfiskerfi

Leyfisráð fundar 15. apríl

Leyfisráð átti að funda síðastliðinn þriðjudag, en þar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur enn ekki formlega samþykkt leyfishandbók KSÍ, neyddist ráðið til að fresta fundinum og ákveða nýjan fundardag þriðjudaginn 15. apríl. UEFA hefur lýst því yfir að fyrstu leyfishandbækur knattspyrnusambanda í Evrópu verði samþykktar í apríl. KSÍ væntir þess að leyfishandbók KSÍ verði í hópi þeirra bóka sem fyrstar verða samþykktar.

Nánar má lesa um leyfiskerfi KSÍ með því að smella á tengilinn hér að ofan, en félög í efstu deild karla í sumar þurfa að hafa útgefið þátttökuleyfi samkvæmt leyfiskerfi KSÍ.